Hrikaleg sóun á almannafé.

Hjón sem keyptu sér einbýlishús fyrir 75 milljónir króna árið 2005, greiddu lánin af því að mestu upp árið 2008 og seldu húsið árið 2012 fyrir meira en uppreiknað kaupverð að viðbættum endurbótum, fá 3,6 milljónir króna í leiðréttingu. Eftirstöðvar skulda þeirra í dag eru um sjö milljónir króna og því fá hjónin niðurfellt um helming eftirstöðvanna. Þetta kemur fram í bréfi sem annað hjónanna sendi Kjarnanum.

_______________

Smátt og smátt eru að koma í ljós skuggahliðar svokallaðrar skuldaleiðréttingar.

Handvaldir skuldarar fá fé frá ríkissjóði til að " leiðrétta " skuldir sínar.

Við hin sem ekki erum með í þessu dæmi sjáum síðan um að fjármagna þetta heimskulega kosningaloforð Framsóknarflokksins.

Sem betur fer fór þetta samt ekki í þær hæðir sem SDG lofaði til að byrja með en þó er hér verið að sóa almannafé í þágu fáeinna.

Nú eru að koma í ljós dæmi sem sýna fram á fáránleika þessa gjörning og nú hefur staða ríkissjóðs tekið dýfu vegna þessa.

Fróðlegt að skoða þetta dæmi sem Kjarninn setti upp á sínum tíma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband