Afnám gjaldeyrishafta fjarlægur draumur ?

Seðlabanki Íslands hefur smíðað reiknilíkan sem ætlað er að meta áhrif mismunandi þróunar varðandi greiðslujöfnuð langt fram í tímann, þ.m.t. aðgerðir varðandi losun hafta. Ef það er notað á þetta tilvik kemur í ljós að allur gjaldeyrisforðinn myndi þurrkast út og gott betur ef hann yrði notaður til að verja gengið," sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á ársfundi Seðlabanka Íslands sem nú stendur yfir.

___________

Þótt fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi talað um að afnám gjaldeyrishafta væri skammt undan og í reynd einföld aðgerð, virðist sem Seðlabankinn sé ekki á sama máli.

Á fundi bankans sem nú stendur yfir málar seðlabankastjóri heldur dökka mynd af því sem framundan er.

Ljóst er að margar og stórar hættur eru á leið okkar að afnámi haftanna.

Jafnvel svo miklar að krónan verði um alla eilífð í einhverskonar höftum.

Þeir sem vilja vera raunsæir viðurkenna að krónan er ónýtur gjaldmiðill og ekki á vetur setjandi.

Draumóramenn halda að krónan sé framtíðarsöngur og lykillinn að " sjálfstæði " landsins.

Auðvitað er það ekki svo, örkróna í höftum mun takmarka alla uppbyggingu á Íslandi og hvaða fjárfestar vilja mæta með aurana sína í slíkt efnahagsumhverfi ?

Vonandi fara einhverjir að sjá á hverskonar villigötum þeir eru sem trúa í blindni á íslenska kraftaverkið

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband