Sleðarnir í stjórnarráðinu.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi innan við helming þeirra mála sem hún boðaði í janúar. Mörg stór mál hafa enn ekki verið lögð fram á borð við frumvörp um húsnæðismál, Seðlabankann og veiðigjöld og náttúrupassi er enn í nefnd. Fjölmörg önnur mál sem ríkisstórnin hefur lagt áherslu á hafa enn ekki verið afgreidd úr ríkisstjórn en næsti ríkisstjórnarfundur er að óbreyttu á föstudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakti athygli á stöðu mála á Alþingi í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði lagt fram 87 mál af þeim rúmlega 200 sem boðuð voru

( ruv.is )

___________________

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að mikið skortir á skilvirkni og afköst hjá núverandi stjórnarflokkum.

Mál eru illa undirbúin, framlagning þeirra dregst úr hömlu og líklegt að fjöldi þeirra fái enga afgreiðslu.

Sleifarlag og skortur á verkstjórn í Stjórnarráðinu er himinhrópandi.

Forsætisráðherra virðist ekki hafa nokkuð nef fyrir því starfi sem hann gegnir og það er þegar orðið ljóst að verkstjórn er ekki hans sterka hlið.

Fjármálaráðherra er þó skárri hvað þetta varðar að því er virðist.

Félagsmálaráðherra smíðar hverja nefndina á fætur annarri en ekkert kemur frá henni til þingsins.  Mikil vonbrigði hún Eygló.

Náttúrupassi ferðamálaráðherra er farsi og brandari.

40% mála komin fram og styttist í þinglok.

Það er náttúrulega ekki boðlegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er satt að segja löngu hætt að vera hlægilegt. Þessi svokallað ríkisstjórn, sem virðist hafa fengið það eina verkefni frá eigendum sínum, útgerðarauðvaldinu og Skagfirska efnahagssvæðinu, að lækka og helst fella niður eðlilegt afgjald til þjóðarinnar fyrir þeirra afnot af auðlindum hennar, kemur engu öðru í verk. Veit ekki hvort þetta er verkfælni eða kjarkleysi, eða bara hrein heimska. Nú verður allt gott fólk að leggja saman krafta sína til þess að koma þessari óværu af þjóðarlíkamanum. Reka stjórnina frá, samþykkja nýja stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir jöfnun atkvæðisréttar og landið verði eitt kjördæmi og koma á nauðsynlegum lýðræðisumbótum í samræmi við tillögur stjórnarskrárnefndarinnar.

Steini (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband