11.3.2015 | 17:43
Samfylkingin þarf að breytast.
Framundan er landsfundur Samfylkingarinnar.
Vonandi verður sá fundur gefandi og árangursríkur.
Samfylkingin stendur á tímamótum. Jafnaðarmenn þurfa að líta alvarlega í eigin barm og meta það upp á nýtt hvernig flokk þeir vilja hafa og skilgreina upp á nýtt, hvaða áherslur og hvaða hlutverk á að setja á oddinn.
Samfylkingin hefur fengið á sig ásýnd kerfisflokks sem er of mikið úr sambandi við grasrótina, fólkið í landinu.
Áhugi flokksins á vinnumarkaði og verkalýðshreyfingu er takmarkaður og umræða um hina raunverulegu stöðu, venjulegs fólks, á venjulegum heimilum er dálítið utan dagskrár.
Tengslin við verkalýðshreyfinguna virðast alveg rofin og áherslurnar eru ekki innan þess sem fólk almennt skilur nægilega vel.
Auðvitað er verið að tala um mikilvæg mál eins og framtíð Íslands í alþjóðlegu samhengi (ESB), umhverfismál, heilbrigðismál og húsnæðismál.
En sú umræða er að mínu mati of hástemmd og háfagleg, þannig að flokknum tekst ekki að ná athygli venjulegs fólks, sem ekki lifir og hrærist í pólítík alla daga.
Flokkurinn verður að fara tala mannamál, mál sem fólkið í landinu skilur og trúir að geti orðið að veruleika undir stjórn jafnaðarmanna.
Það á ekki að vera flókið að skilja málflutning jafnaðarmanna.
Samfylkingunni hættir til með að verða ofurfagleg í málflutningi, tala fræða og fagmál, sem verður til þess að allt of margir nenna ekki að hlusta.
Flokknum hefur mistekist að ná sambandi við unga fólkið í landinu, hinn almenna vinnandi mann, og þá sem ekki eru að pæla í fagpólítik.
Þessu verður að breyta, jafnaðarmenn á Íslandi verða að ná til grasrótarinnar, tala mannamál sem allir nenna að skilja og styrkja tengsl sín við hinn vinnandi mann og heimilin í landinu.
Samfylkingin, sem ég vil sjá á að vera mannlegur stjórnmálaflokkur, sem lætur ekkert mannlegt fram hjá sér fara.
Flokkurinn á að leggja áherslu á heimilin í landinu, húsnæðismál, velferðarmál, umhverfismál og allt sem kemur hinum almenna Íslendingi við.
Flokkurinn á að tala mál unga fólksins og bjóða því upp á raunverulega framtíð, þar sem hægt er að byggja upp heimili og fjölskyldu utan fátækramarka.
Flokkurinn á ekki að tala máli banka og fjármálastofnanna.
Flokkurinn á að tala um alþjóðamál í samhengi við hag heimilanna í landinu, og sleppa fræðilegum útlistunum um ESB og Brussel.
Af hverju þurfa heimilin í landinu að losna undan einokun og einræði gömlu fyrirgreiðsluflokkanna.?
Áleitin spurning en svörin eru óskýr.
Það er auðvelt að segja það á máli sem allir skilja, sleppa málalengingum.
Flokkurinn þarf að koma til skila á mannamáli því sem hann stendur fyrir, frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Flokksþing er rétti vettvangurinn til að ræða þessi mál og breyta.
Ef það tekst ekki verður framtíðin erfiðari fyrir flokkinn.
Hann verður að þora að horfast í augu við það sem miður hefur farið og breyta því.
Þá munu landsmenn njóta þeirra kosta sem klassísk jafnaðarstefna skilar til fólksins og heimilanna.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núverandi forusta flokksins er ónothæf og er ekki fær um að breyta neinu. Hún var fjögur ár í ríkisstjórn, að vísu á erfiðum tímum. Allt of mikil orka fór í vonlitla umsókn um ESB aðild, hún klúðraði stjórnarskránni og fyrningu kvótans, sem voru þau mál sem var nauðsynlegt að kona í gegn til að von væri til að eitthvað breyttist hér til batnaðar.
Ef flokkurinn ætlar að ná til fólksins þarf alveg að skipta um forustu og svo endurnýja allt þinglið flokksins.
Trausti (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 20:28
Höfuð stefna Samfylkingar er að berjast hetjulega gegn sjálfstæði þjóðarinnar.
og að Níða niður atvinnuvegi, sérstaklega útflutningsatvinnuvegi.
Þetta tvent veldur því að Samfylkingarmenn eru óhæfir í samningum við aðrar þjóðir
Snorri Hansson, 12.3.2015 kl. 04:06
Gott að sjá einfalda mynd og trúa henni Snorri. Þá þarf maður ekkert að pæla meira í hlutunum.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.3.2015 kl. 09:02
hve margir sem eru í stjórn samfylkíngarinar eru uppaldir í verkalýðshreifínguni mest af þessu ágæta fólki eru mentamen sem eru jafnvel nær sjálfstæðisflokknum í skoðunum sem er reindar búin að gleima kjörorðinu stétt með stétt
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 17:08
Ertu virkilega ósammála þessari skilgreiningu minni? Hvað er rangt ?
Fyrir nokkrum dögum skrifaðir þú að „Sjálfstæðisbrölt Íslendinga gerði þeim óleik“
Snorri Hansson, 13.3.2015 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.