Björgunarmál á Íslandi í öngstræti.

 

Á annan tug björgunarsveitarmanna á vélsleðum leituðu mannana við mjög erfiðar aðstæður. Snjóbíll sótti mennina og voru þeir komnir til Akureyrar um klukkan þrjú í nótt, þar sem lögregla ræddi við þá.

______________

Björgunarsveitir og björgunarmenn á Íslandi eru frábærar. Miðað við að þessar sveitir eru mannaðar sjálfboðaliðum er hreinlega kraftaverk hvaða árangri þær eru að ná.

En nú eru mál að komast í hálfgert öngstræti. Með vaxandi fjölda ferðamanna á Íslandi að vetrarlagi, eru útköll sveitanna að verða mjög mörg.

Það líður varla sú vika að ekki komi til langra og erfiðra leita hér og þar um hálendið og aðstoð í byggð vegna óveðra, eru örugglega orðnar mörg hundruð í vetur.

Björgunarsveitirnar eru að mestu fjármagnaðar með sjálfsaflafé sem sjálfboðaliðarnir sjálfir safna í frítímum sínum.

Það er því að verða á við fullt starf að vera í fremstu víglínu björgunarsveita á Íslandi.

Stjórnvöld og ferðamálayfirvöld leggja nótt við dag að fjölga ferðamönnum á Íslandi með sérstakri áherslu á vetrarmánuðina.

En í tengslum við þessa markaðssetningu taka hvorki stjórnvöld né ferðamálayfirvöld nokkra ábyrgð á því hvað það þýðir að beina fjölda erlendra ferðamanna um Ísland að vetrarlagi.

Ísland er ekkert grín að vetrarlagi.

Þessir aðilar treysta bara á það að björgunarsveitir sjálfboðaliða sjái um að redda málum fyrir ekki neitt, því þau yfirvöld bera engan kostnað af þessum rándýru aðgerðum.

Það er ekki undarlegt þó megi skynja þreytu hjá þessum sjálfboðaliðum og það er heldur ekki undarlegt að björgunarsveitirnar berjist í bökkum fjárhagslega.

Að mínu mati er kominn tími til að ferðamálayfirvöld og stjórnvöld á Íslandi hugsi þessi mál alla leið, í það minnsta sjái til þess að björgunarsveitir fari ekki á höfuðið fjárhagslega, vegna þessara mála.

Það er lágmarkskrafa að þeir sem hafa hagnað af því að dæla hér inn ferðamönnum að vetrarlagi taki þátt í að kosta þessar björgunaraðgerðir.

Það er ósanngjarnt að hirða allan ágóðann og skilja björgunarsveitir sjálfboðaliða, eftir með að fjármagna reddingar fyrir þá fyrir ekki neitt.

Eins og ég sagði, maður skynjar þreytu hjá björgunarsveitunum og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, farið að bera á leiða og þreytu hjá vinnuveitendum þessara manna, sem leggja allt á sig fyrir málstaðinn.

Vonandi fara menn að ræða þessi má af alvöru.

Það er þjóðarplágan " það reddast " sem einkennir þessi mál í dag hjá stjórnvöldum og þeim sem bera ábyrgð á sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi að vetrarlagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband