Últra hægrið að fara á taugum.

Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.

_______________

Tryggvi Þór Herbertsson varð sér til skammar í gærkvöldi.

Um það geta flestir verið sammála.

En ef til vill eru viðbrögð hans skiljanlega þegar horft er til þeirrar lífsskoðunar sem hann hefur til fjármálamarkaða og fjármálamanna.

Það er ekkert undarlegt að hann fari á taugum þegar helstu fulltrúar þess sem hann trúir á eru dæmdir í fangelsi til fjölda ára.

Hann veit líka að mörg mál af svipuðum toga bíða afgreiðslu.

Ef til vill lenda fleiri skoðanabræður hans á fríu fæði næstu árin, hver veit.

Fram að þessu hefur þessi hópur sjálftökumanna fengið frítt spil á Íslandi, nú bendir ýmislegt til að svo verði ekki í framtíðinni og þeir geti ekki lengur stundað iðju sína á eigin forsendum.

Í ljósi þess er ekkert undarlegt að einn af helstu merkisberum últra hægris fari á taugum og missi sig.

Í ljósi þessar er voðalega skiljanlegt að reynt sé að rakka niður persónur og leikendur í því ferli sem nú er í gangi.

Þar er Eva Joly og Sérstakur skotmark þessara manna.

En almenningur á Íslandi fagnar því að loksins sé eitthvað gert í þessum málum á Íslandi og sjálftakan í íslensku efnahagslífi heyri sögunni til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband