Múrar Framsóknar-Sjálfstæðisflokksins að hrynja ?.

Vernd íslensks landbúnaðar gegn alþjóðlegri samkeppni og niðurgreiðslur til framleiðslu eru dæmi um samfélagsmótun hins opinbera sem er óréttlætanleg frá bæði lýðræðislegu og efnahagslegu sjónarmiði. Þetta er afstaða Viðskiptaráðs sem birtist í nýju riti, Hið opinbera: tími til breytinga.

( Pressan )

_______________________

Áhugaverð sýn á viðskiptaþingi.

Vonandi fékk forsætisráðherra að heyra þetta, þó hann heyri reyndar bara það sem hentar honum.

Ákveðnar greinar á Íslandi hafa notið pólitískrar verndar í áratugi.

Fórnarlömbin eru neytendur á Íslandi.

Fjölskyldurnar í landinu hafa greitt fórnarkostnað póltískrar einangrunar þar sem ákveðnar greinar hafa verið í gjörgæslu stjórnmálaflokka.

Milljarðar af skattfé eru notaðir til að hygla ákveðnum starfsgreinum og tollavernd beitt af ósvífni til að koma í veg fyrir samkeppni. Verðin út úr búð eru síðan okurverð á erlendan mælikvarða.

Forustuflokkur þessarar stefnu, Framsóknarflokkurinn, er enn á þessari leið og Sjálfstæðisflokkurinn hljómar eins og falskur tónn þegar hann styður þessa stefnu án hugsunar þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um frjálsa samkeppni.

Þetta er m.a. ein af þungaviktarástæðum fyrir öfgaandstöðustefnu Framsóknar í ESB umræðunni.

Þeir ætla að halda áfram að stýra hagnaði í vasa ákveðinna hópa og koma í veg fyrir að neytendur á Íslandi njóti sama viðskiptaumhverfis og fólk í frjálsum löndum í Evrópu.

Vonandi fer þetta að breytast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband