Sjálfstæðisflokkurinn er taglhnýtingur Framsóknar.

Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um það að enginn efnislegur ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um að slíta formlega viðræðum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna, en innan flokksins virðist sú skoðun njóta meirihlutafylgis að mikilvægara sé að halda samstarfsflokknum góðum. Því verði tillagan studd, með hangandi hendi þó.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins telur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mikilvægara að halda Framsókn góðri en standa við kosingaloforð.

Það er í sjálfu sér merkilegt því einhverntíma hefði maður haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði meiri reisn en svo að láta smáflokk stjórna sér.

En völdin eru dýrmæt og í þessu máli er forgangsraðað í samræmi við það.

Sjálfstæðiflokkurinn er sannarlega í afturhaldsbandi Framsóknar.

Í forgangsröð Sjálfstæðisflokksins er Framsókn númer eitt og kjósendur flokksins númer tvö.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru því í afar aumlegri stöðu og formaðurinn étur úr lófa Framsóknar.

Völdin eru þeim svo dýrmæt að þeir eru reiðubúnir að efna til óreirða við meirihluta þjóðarinnar og kjósendur sína en standa á sínu.

Kannski er ekki annað hægt en vorkenna þessu fyrrum stórveldi í stjórnmálum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband