26.1.2015 | 12:46
Framsókn 9%. Ríkisstjórnin fellur. Stjórnarslit ?
_________________
Framsóknarflokkurinn er orðinn minnstur allra flokka á þingi.
9% kjósenda mundu setja x við B
Ríkisstjórnin er í sögulegu lágmarki hjá MMR í þessari könnun, 34 % styðja stjórnina.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2% frá síðustu könnun.
Annað er nokkuð óbreytt, Píratar og VG bæta þó við sig sitt hvoru prósentinu.
Stjórnarflokkarnir hafa samkvæmt þessari könnun 36% fylgi sem er hrun frá kosningum 2013. Framsóknarflokkurinn er hinn stóri tapari á þeim vængnum.
Það er augljóst að málflutningur Framsóknarflokksins geðjast kjósendum alls ekki og flokkurinn algjörlega rúinn trausti.
Hvað ætti að gefa þessu samstarfi langan tíma ?
Þrjá mánuði ? Hálft ár ?
Samkvæmt því sem formenn þessara flokka sögðu um fylgistölur í könnunum á síðasta kjörtímabili ættu þeir að slíta þessu samstarfi strax.
En valdastólarnir eru volgir og langt síðan þeir sögðu þetta.
Minni stuðningur við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kosningar fara fram hér á landi á fjögurra ára fresti, nema ef óleysanlegur ágreiningur komi upp milli stjórnarflokka. Ef haga ætti stjórnun landsins eftir skoðanakönnunum yrðu kosningar sennilega á vikufresti. Undarlegt, þegar fólk telur að ríkisstjórn sé fallin, ef skoðanakönnun mælir minna fylgi en áður. Gildir þar einu hvaða stjórn er við völd.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.1.2015 kl. 12:59
Alltaf sami spaugarinn. Færðu aldrei smá kjánahroll? Síðasta ríkisstjórn fór niður í 28% fylgi á sínum tíma.Það sem skilur á milli núvrandi stjórnar og þeirrar síðustu, er að hún varð minnihlutastjórn án stuðnings, löngu, löngu áður en kjörtímabilinu lauk. Þar af leiðandi kom hún engum umdeildum málum í gegn. Hún hefði átt áð vera búin að segja af sér og boða til nýrra kosninga löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Nei "Fyrsta Tæra Norræna Velferðarstjórnin" varð að tóra, hvað sem raulaði og tautaði. Er ekki annars gott að frétta? Boltinn á eftir. ÁfRAM íSLAND.
p.s. þú hefur eflaust engan áhuga á "Víglundar málinu" eða hvað??
Magnús (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 15:30
ég á ekki von á kostningum því miður en gott að sjá framsókn í 9% fylgi. vonandi verður það bara lægra næst.
Rafn Guðmundsson, 26.1.2015 kl. 17:40
Miðað við hvernig mál hafa þróast og hvernig framkoma framsóknarmanna hefur verið á hinum pólitíska sviði, þar sem flokkurinn hefur tekið sér stöðu við hlið ógeðfelldustu rasista og fasistaflokka Evrópu, þá ætti sjálfstæðisflokkurinn, ef hann hefur einhvern metnað til að bera, að taka sér tak og vísa þeim úr ríkisstjórn. Líklega hefur Bjarni formaður þó ekki bein í nefinu til þess. Hann ætti síðan að óska eftir stuðningi við eða þátttöku Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, sem augljóslega eru í góðum tengslum við meirihluta þjóðarinnar, allavega þess hluta sem er undir sjötugu, við bráðabirgðaríkisstjórn, sem sæti til kosninga, sem haldnar yrðu í júní n.k. Síðan ættu íslenskir stjórnmálamenn að sýna sama manndóm og sænskir kollegar þeirra og útiloka framsókn frá þátttöku og áhrifum í pólitík. Það er ekkert sem bannar það. Frumskilyrði sósíaldemokratísku flokkana fyrir slíkum stuðningi við eða þátttöku í bráðabirgðastjórn ætti svo að vera að fram færi a) þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við EU og b) að fyrirliggjandi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár yrði afgreitt og þar yrði m.a. tryggður jafn atkvæðisréttur allra landsmanna, sem er brýnt hagsmunamál og hafa ber þar í huga að ÖSE hefur gert alvarlegar athugasemdir við kosningalög og reglur hérlendis og misvægi atkvæða.
Móri (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 18:56
Magnús, jú ég fæ stundum kjánahroll, sérstaklega þegar ákveðnir leiðtogar Framsóknarflokksins tjá sig.
Og þetta með boltann var fróm ósk en árangurinn í anda stjórnarflokkanna.
Jón Ingi Cæsarsson, 26.1.2015 kl. 21:49
Boltinn í Quatar fór á svipaða leið og "Skjaldborgin". Miklar væntingar, en slakur árangur, því miður. Þó reyndu allir sitt besta. Á stundum er það hins vegar ekki nóg og því fer sem fer, sama hver á í hlut.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.1.2015 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.