Sjálfstæðisflokkurinn svíkur kjósendur sína og landsmenn flesta.

Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja tillögu við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið komi hún fram á Alþingi. Bjarni Benediktsson segir að flokkurinn muni styðja tillögu líkt og þá sem fram kom á haustþingi. RÚV greinir frá þessu.

______________

Lítið legst fyrir kappann Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins.

Hann staðfestir í dag að flokkurinn og hann eru taglhnýtingar afturhaldsins í Framsóknarflokknum.

Fyrri yfirlýsingar hans um að kosið verði um áframhaldandi viðræður eru gleymdar og hann skríður fyrir afturhaldsöflunum.

Það er mikil kúvending og svik við hófsama og framfarasinnaða flokksmenn í hans eigin flokki.

Þar með er hann líka að gefa stórum meirihluta þjóðarinnar langt nef, meirihluta sem vill ljúka viðræðum og bera undir þjóðaratkvæði.

Fjármálaráðherra og formaður flokksins staðfestir endalega veru sína í hópi teboðsmanna sem stjórnað er úr Hádegismóum og af Framsóknarflokknum.

Skrif hann og Illuga Gunnarssonar frá 2008 eru eins og misheppnaður brandari. Vert að þeir sjálfir rifji upp það sem þeir sögðu kjósendum þá.

Því var væntalega ætlað að tryggja stjórnarmyndun og samstarf við Samfylkinguna.

En ljóst er að mörgum Sjálfstæðismanninum munu svíða þessi svik.

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kamelljónið, skiptir um lit eftir hentugleikum og loforð við kjósendur skiptimynt fyrir völd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er kjósandi Sjálfstæðisflokksins, og hann er ekki að svíkja mig.
Þú ert ekki kjósandi Sjálfstæðisflokksins, og þ.a.l. er hann heldur ekki að svíkja þig.

Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki að svíkja neinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 17:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það LANDRÁÐAFYLKINGARMENN og INNLIMUNARSINNAR eruð haldnir svo mikilli þráhyggju að þið ímyndið ykkur það að einhver kosningaloforð hafi verið gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort INNLIMUNARVIÐRÆÐUM skyldi haldið áfram eða ekki.

Jóhann Elíasson, 14.1.2015 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband