7.1.2015 | 07:18
Framtíðarlandið Ísland árið er 2040.
Ég á nokkur barnabörn.
Þau yngstu verða 25 ára árið 2040.
Þegar maður horfir til baka þá virðast 25 ár skammur tími.
Mér finnst einhvernvegin að það sé ekkert sérlega langt síðan árið 1990 gekk í garð. Þá voru enn tvö ár í að yngsta barnið mitt fæddist.
En hvað hefur breyst á þessum 25 árum frá áramótum 1989 - 90.
Gríðarlegar tækiframfarir í heiminum, mjög bættar samgöngur, mikið breytt heimsmynd eftir að Sovétríkin hrundu.
Tækibylting.
En hvað hefur breyst á Íslandi ?
Enn eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn við völd eins og lengst af 20. öldinni.
Að vísu var smá hlé á því einmitt fyrir 25 árum en sem skilaði nokkrum breytingum, gengum í EES skömmu seinna og það var gerð þjóðarsátt.
Búið að malbika aðeins meira af vegum og grafa nokkur göng.
Í dag hillir ekki undir neina þjóðarsátt, íhaldsflokkarnir í stríði við þjóðina, neita að ræða utanríkismál, gjaldmiðilsmál, og framtíðarstöðu þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Láglaunastefnan í algleymingi og ríka fólkið fær sérmeðferð. Allt við það sama og alla 20. öldina.
Íhaldsflokkarnir stjórna þjóðinni með flokksræði og ólýðræðislegum ákvörðunum.
Allt í nafni sérhagsmuna.
En verður þetta svona eftir 25 ár ?. Árið 2040.
Get ég gefið mér að barnabörnin mín kjósi Framsóknarflokkinn árið 2040, greiði með haftakrónu og búa við lokað land hvað varðar innflutning á matvælum ?
Verður flokksræðið enn það sem blívur ?
Verðum við enn utan ESB og búum við einangrun á alþjóðavettvangi ?
Heldur heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið áfram að molna niður ?
Verða íhaldsflokkarnir enn í þeirri stöðu að geta hyglað þeim sem betur mega sín, kvótagreifum og auðmönnum með sérmeðferð í skattakerfinu.
Verður Ísland ennþá láglaunaland þar sem launakjör liggja langt að baki nágrannalöndunum ?
Þarf ungt fólk enn að fara til útlanda til að " meika það " ?
Svona mætti lengi telja og satt að segja er þessi sýn og þessar hugleiðingar hrollvekja.
Ef Framsóknar-íhaldið fær að ráða á næstu 25 árum er líklegast að við verðum á nákvæmlega sama stað og í dag, og nærri því sem við vorum árið 1990.
Þjóð undir stjórn afturhaldsaflanna nær ekki að þróast í takt við umheiminn. Við sitjum eftir enn frekar en í dag.
Eru kjósendur tilbúnir að kjósa sig inn í framtíðina með þessum hætti eins og lengst af síðustu aldar og þeirrar sem nú er hafin ?
Það er ekkert sem bendir til annars, það er engin framtíðarvinna í gangi hjá stjórnvöldum á Íslandi.
Árið 2040 verður gamla stjórnarskráin á sínum stað enda þóknast það ekki íhaldsöflum að auka lýðræði.
Ég held að ég hætti þessum pælingum í bili, þær eru hálfgerð hrollvekja.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"búum við einangrun á alþjóðavettvangi" Viltu útskýra þessa einangrun sem við "búum" við.
Snorri Hansson, 7.1.2015 kl. 10:20
Ómarktækur gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og einangrunarstefna gagnvart evrópuríkjum er talsverð einangrun.
Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 15:44
Ísland er algjörlega áhrifalaust þegar kemur að ákvörðunum um hvaða reglur gilda hér og hvaða reglum við verðum að fara eftir.
Við höfum enga aðkomu að ákvörðunum í lykilstofnunum helstu viðskiptalanda okkar. Þar erum við aðeins peð sem tekur við ákvörðunum annarra.
Við eigum enga aðkomu að innri mörkuðum Evrópu með fullunna vöru.
Við erum eyland, án áhrifa þegar kemur að viðskiptum við aðrar þjóðir.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.1.2015 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.