30.12.2014 | 13:30
Skammsýni stjórnvalda er framtíðarvandamál þjóðarinnar.
Íslenskir stjórnmálamenn lifa í núinu.
Það er algjör skortur á að einhver stjórnmálamaður sé að rýna til framtíðar, hvernig verður staðan eftir fimm ár ? hvernig verður ástandið eftir 10 ár ? hvar verður Ísland statt eftir 20 ár ?
Engin umræða á sér stað í þjóðfélaginu hvert við ætlum að stefna, hvernig sáum við framtíð barnanna okkar og barnabarna í framtíðinni.
Umræðan sem á sér stað í stjórnmálum á Íslandi gengur út á að redda næstu 12 mánuðum, oftast nær með skammtímaaðgerðum og lausnir miðast við að fjárlög séu hallalaus á næsta ári.
Við erum ekkert að ræða stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu, það er ekkert verið að ræða gjaldmiðilsmál til lengri tíma, það er ekkert verið að rýna stöðu Íslands í alþjóðlegu launasamhengi þar sem við höfum gjörtapað samkeppni við nágrannalöndin.
Við erum ekkert að velta því fyrir okkur að skólakerfið er að molna niður innanfrá og allir vita stöðu mála í heilbrigðskerfinu.
Það er ljóst að ástandið getur ekkert annað en versnað meðan þjóðin og stjórnmálamennirnir eru ekkert að spá í framtíðina.
Það er hálfgerð hrollvekja að hugsa sér ástandið eftir 5 ár eða 10 ár.
Hvað veldur þessu dómgreindar og skilningleysi stjórnmálamanna á Íslandi ?
Hvað veldur þessu tómlæti þjóðarinnar ?
En það er ljóst að skammsýni stjórnmálamanna og stefnuleysi verður vandamál barnanna okkar og barnabarna.
Við verðum að vakna og átta okkur á að það er framtíð eftir næsta fjárhagsár og næstu fjárlög.
Með áframhaldandi stefnuleysi og tómlæti siglir þessi þjóð í strand og þjóðfélagið okkar sem við erum svo stolt af verður þriðja flokks samfélag þar sem láglaunamenn híma við vondan kost og draga fram lífið við illan leik.
Allir sem vilja og geta bjargað sér og sínum fara annað.
Gleðilegt ár.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.