Óþverra ríkisstjórn. Viljum við svona stjórnmálamenn ?

„Við hendum bara fólki út á guð og gaddinn með tíu daga fyrirvara. Og mönnum finnst það sæmandi. Og útskýringarnar sem menn draga fram, sem réttlætir það, sé að menn séu að spara milljarð í krónum og aurum,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um ákvörðun stjórnvalda að stytta bótatímabil atvinnulausra úr þremur árum í tvö og hálft ár nú um áramótin.

______________

Það kemur betur og betur í ljós hverskonar ríkisstjórnarmeirihluti er á Íslandi.

Síðasta ár hefur sýnt okkur að hér fara stjórnmálamenn sem forgangsraða í þágu auðmanna og þeirra sem betur standa.

Þessi ríkisstjórnarmeirihluti er tilbúinn að kasta fyrir róða hagmunum þeirra sem minna mega sín og hafa minna handa á milli.

Það hefur skýrst á undanförnum dögum hvaða hugarfar er að baki því að draga úr réttindum atvinnulausra og bera á borð rakalausan þvætting sem stenst enga skoðun.

Þeir sem eru atvinnulausir eru jafn atvinnulausir þó félagsmálaráðherra sjái bætt atvinnuástand í bleiku ljósi.

Rök ráðherrans er óboðleg rökleysa.

Það sýnir líka hugarfar þessarar ríkisstjórnar að vísa milljarði á illa stödd sveitarfélög, sem verða að taka við þessum bolta bótalaust.

Þetta er eitt af forgangsverkefnum sveitarfélaga þannig að eitthvað annað í þjónustu við borgarana verður að víkja.

Þessi ríkisstjórn er hrokafull, ósanngjörn, ómarkviss og illa að sér í málefnum þjóðarinnar.

Ráðherrar og helstu áhrifamenn hafa sýnt getuleysi sitt þannig að eftir er tekið.

Sennilega erum við nú með verstu ríkisstjórn, sem komist hefur til valda á Íslandi.

Hún er hreinlega hættuleg og mannfjandsamleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ingi, er það ekki svo að hin svokölluðu "kristnu gildi" íhaldsins og auðróna eru nú í heiðri höfð og ráða ferðinni?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband