Einræðistilburðir forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, lagði fram frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnarráð Íslands frá árinu 2011, á Alþingi 3. desember síðastliðinn. Í frumvarpi forsætisráðherra er meðal annars lagt til að sú breyting verði gerð á lögunum, að það verði framvegis í valdi hvers ráðherra að ákveða um aðsetur stofnana sem undir hann heyra

_______________

Forsætisráðherra Íslands er skrítinn tappi.

Dálítið hallærislegur og mikið gert grín að honum.

Skrípamyndir og brandarar eru daglegt brauð.

Fólki finnst þetta nett fyndið og brosir út í annað.

En SDG er ekkert grín.

Hann hefur sýnt af sér meiri einræðistilburði og undarlega sýn á hluti.

Hann kveinkar sér undan umfjöllun fjölmiðla og aftur og aftur setja hann eða "Snatarnir" hans út á skrif fjölmiðla.

Allir eru voðalega vondir við hann og flest er misskilningur.

Nýjasta málið er hér til umfjöllunar í Kjarnanum en þar er dregið fram hvernig forsætisráðherra er að reyna að draga vald frá Alþingi til einstakra ráðherra.

Fleiri slík mál hafa dúkkað upp á stuttum valdaferli SDG.

SDG er ekkert grín, hann hefur stórhættulega og einræðislega sýn á landmálin og lýðræðið og ritfrelsið er honum að mestu leiti framandi.

Sennilega er þetta alvarleg minnimáttarkennd sem rekur ráðherrann út í þessa stefnu.

Hann vill ekki fá gagrýni og hann vill ráða málum einn og tekur lýðræðislegri umfjöllun illa.

Svona stjórnmálamenn eru ekkert grín, þeir eru hættulegir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgin hunsar vilja 73% borgarbúa og 82% landsmanna í flugvallarmálinu.  Á maður að skrifa þá einræðistilburði á Jón Gnarr eða Dag B. Eggertsson?  Erum við kannski að tala um hættulegt Tvíhöfðagrín?   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 07:04

2 identicon

Það er auðvitað algjörlega fráleitt að einn maður hafi vald til að flytja stofnanir landshorna á milli að eigin geðþótta.

Þetta er svo galin hugmynd að ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Alþingi samþykki að veita ráðherra slíkt vald. Þetta er beinlínis hrollvekjandi ekki síst í ljósi þess að reynslan sýnir að dómgreind ýmissa ráðherra er oft af skornum skammti.

Elín, veistu virkilega ekki hvað einræði er? Ákvörðunin um að flugvöllurinn í Vatnsmýri yrði lagður niður var tekin með lýðræðislegu-m hætti í borgarstjórn. Mikill meirihluti borgarfulltrúa var á bak við þá ákvörðun. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband