Spillingarfýlan af Framsókn slær við skötunni.

Herma heimildir fréttastofunnar jafnframt að tillögurnar, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, hafi fallið í grýttan jarðveg hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Kostnaður við tillögurnar er sagður hlaupa á mörg hundruð milljónum króna.

_____________

Enn eitt málið dúkkar nú upp sem staðfestir hentistefnu stjórnvalda á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn skipar oddvita sinn í Skagafirði til að leiða nefnd sem kemst að þeirri vísu niðurstöðu að flytja beri þungaviktarstofnanir til Skagafjarðar.

Að vísu vissu þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekkert um þetta en hvað með það, Framsóknarflokkurinn ætlar að nota þetta tækifæri sitt til að hlaða undir helstu dýrlinga sína, núna þá kaupfélagsmenn hjá KS.

Við völd á Íslandi eru stjórhættuleg stjórnvöld.

Þau eru fullkomlega ófær um að stjórna landinu.

Engin framtíðarsýn, ráða ekki við mál í núinu, vinnumarkaður í uppnámi, spilling og fyrirgreiðsla.

Forsætisráðherrann héldi ekki vinnu á vinnumarkaði með frammistöðu sinni og formaður Sjálfstæðisflokksins er eins og vindhani í bandi óhæfs forsætisráðherra.

Hann nefnilega vissi af þessum Skagafjarðarhugmyndum Framsóknarmanna en gleymdi að segja frá þeim í sínum flokki.

Er með hálsól Framsóknar um hálsin sem tryggir honum stjórnarsæti. Annars fyki hann út í hafsauga þannig að það er mikilvægt fyrir hann að halda friðinn við Framsóknarruglið, sama hvað.

Ef fyrir þjóðina er þetta stórhættulegt ástand.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin er versti óvinur Landsbyggðarinnar.Og verstu óvinir Landsbyggðarinnar eru ekki á höfuðborgarsvæðinu, heldur þeir sem búa úti á landi en hafa andað að sér spillingarfýlunni sem lekur af Samfylkingunni og er líka á höfuðborgarsvæðinu.Og eitthvað hefur Gnarrinn líka látið þá fá af sinni endaþarmslykt.

Sigurgeir Jónsson, 14.12.2014 kl. 21:06

2 identicon

Fólksfækkun í framsóknarfirði verður ekki snúið við með nauðungarflutningi starfsfólks opinberra stofnana þangað. Fólk flýr svæðið af öðrum orsökum. Þær eru heimafengnar.
Ef ríkisvaldið vill eitthvað gera fyrir fólk á landsbyggðinni væri eðlilegast að það hjálpaði fólki til að komast burtu frá svona nástöðum til höfuðborgarsvæðisins eða Akureyrar, enda vilja fæstir búa á þessum stöðum. Fólk vill félagsskap annarra, fólk vill fá eðlilega þjónustu, fólk vill vera þar sem úrval verslana er, skemmtistaða og þar sem menningarviðburðir eiga sér stað. Svo gleymist alltaf í þessu kjaftæði öllu en það er sú einfalda staðreynd, að þjónusta opinberra ÞJÓNUSTU fyrirtækja og stofnana þarf að vera þar sem auðveldast er fyrir landsmenn ALLA að nálgast þjónustuna. Það gerist ekki með því að hola þeim niður á krummaskuð, sem eru ekki einu sinni í sambandi við samgöngukerfi landsins af landfræðilegum ástæðum.

Bósi (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband