Lausatök og óvissa í boði ríkisstjórnarinnar.

Áhyggjur eru vegna þess hversu hagvöxturinn, fyrstu níu mánuði ársins, er langt, langt frá því sem nokkurn óraði fyrir. Hagvöxturinn var aðeins hálft prósent meðan gert hafði verið ráð fyrir að hann yrði fimm til sex sinnum meiri en raun varð á. Á síðasta ársfjórðungi var samdráttur, ekki hagvöxtur.

____________

Spár gerðu ráð fyrir verulegum hagvexti og væntingar voru töluverðar.

Lausatök og verkleysi ríkisstjórnarinnar erum aftur á móti að byggja upp mikla óvissu um framhaldið.

Í stað hagvaxtar má sjá merki um samdrátt og óvissu um allt þjóðfélagið.

Efnt er til átaka á vinnumarkaði, engin framtíðarsýn er í efnahagsmálum og gjaldmiðillinn á áfram að vera króna og ekkert hugsað um breytingar á því.

Öllum stóru kosningatrompunum hefur nú verið spilað út og allir sjá nú að þau skila engu til framtíðar.

Einnota kosningatrix er það víst kallað.

Í stað bjartsýni má nú skynja óöryggi og óvissu, enda er hagvöxtur enginn orðinn og verðbólga að komast í núllið.

Núverandi ríkisstjórn virðist því var að takast það sem engan óraði fyrir að drepa þjóðfélagið í dróma með lausatökum og getuleysi.

Eins og áður hefur verið sagt, það eru alvarlegar blikur á lofti, sem allir sjá nema ríkisstjórninn og þingmenn hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband