Nýtt hrun yfirvofandi ?

Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda

Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 jókst um 0,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 3%. Einkaneysla jókst um 2,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting um 12%. Útflutningur jókst um 5,1% og innflutningur nokkru meira, eða um 10,8%.

____________________________

Landfeðurnir eru farnir að ræða afnám gjaldeyrishafta og reyna að blása fram bjartsýni með feitum yfirlýsingum um væntalegt góðæri.

Er það svo ?

Eins og sjá má á síðu Hagstofnunnar eru blikur á lofti.

Landframleiðsla dregst saman, vöruskiptajöfnuður er óhagstæður og hagvöxturinn er drifinn af einkaneyslu.

Erlendar fjárfestingar eru ekki í augsýn og því er sá hagvöxtur á sandi byggður.

Framundan eru átök á vinnumarkaði og reyndar eru þau átök þegar hafin.

Maður spyr sig ? Eru hugleiðingar um afnám gjaldeyrishafta raunhæfar í ljósi þessara aðstæðna.

Krónan er eins og oftast áður ónýtur gjaldmiðill og hætt við að gengi hennar mundi hrynja við minnstu áföll.

Allir vita hvað það þýðir fyrir hag heimilanna ef það gerist og hætt við að skuldleiðréttingar sumra lána færu fyrir lítið svo ekki sé talað um þá sem fengu ekki neitt.

Þrátt fyrir stórar yfirlýsingar ráðamanna um blóm í haga verður samt að draga þær mjög í efa og ástandið er brothætt.

Vonandi erum við ekki að ganga inn í enn eitt hrunið, en merkin er samt ógnvænleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 818772

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband