Sigmundur Davíð greiðir Icesave.

 

LBI hf, þrotabú gamla Landsbankans, fær heimild til að greiða kröfuhöfum um 400 milljarða króna í forgangskröfur úr þrotabúinu. Seðlabankinn hefur veitt þessa undanþágu frá gjaldeyrishöftum að höfðu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra.

________________

Þá ættu Sigmundur Davíð, forsetinn og InDefencehópurinn að gleðjast.

Fengist hefur undanþága frá gjaldeyrishöftum þannig að hægt er að greiða inn á forgangskröfur.

Þá lækkar m.a. hin alræmda Icesavekrafa um einhverja tuga eða hundruð milljarða.

upssss.... hvarf hún ekki um árið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Minni á að LBI var einkabanki sem stundaði vafasöm bankaviðskipti eins og allar fjármálastofnanir hér. Icesave andstaðan snérist ekki um að borga ekki.  Hún snérist um ólögmæti þess að íslenzka ríkið ábyrgðist þessa glæpaskuld LBI. Á það var fallist af Eftadómstólnum en samt haldið þið icesave pjakkarnir hennar Jóhönnu áfram að nudda ykkur upp úr óförunum.  Hvaða sjálfshatur er þetta Jón :)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2014 kl. 19:28

2 identicon

Jón í alvöru talað það fer svo miklu betur á því að hafa hugmynd um hvað maður er að tala áður en maður tjáir sig.  Ég er ekki viss um að þú sért að gera þér eða þínum hugmyndasystkinum mikin greiða með þessum pistli. Þetta var akkúrat það sem þeir sem börðust gegn hinum dæmalausu Icesave samningum hrldu fram að þetta væri ekki mál ríkisins heldur þrótabús LB.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 20:13

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nákvæmlega verið að borga Icesave á sama hátt og alltaf var verið að tala um.  Að eignir bankans greiddu skuldina.

Að sjálfsögðu snerist málið líka um ,,að borga ekki".  Eg man þessa vitleysisumræðu ykkar sjalla og framsóknarmanna afar vel.  Og skaðinn og tjónið af ykkur fyrir land og lýð er gríðarlegur og mælist sennilega í þúsundum milljarða til lengri tíma litið.

Það sem er að gerast núna er barasta massa-samningur.  Sérkennilegt hve enginn fjölmiðill hefur kveikt á peru.  Við erum að tala hérna um massífan samning.  Öll Icesaveskuld borguð uppí topp og rúmlega það - og að sjálfsögðu fylgja vextir í kaupbæti.  Að sjálfsögðu.  

Þetta er afar vondur samningur.  Fyrri samningar voru miklu, miklu mun betri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2014 kl. 01:11

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Massa-samningur:  http://www.landsbankinn.is/frettir/2014/12/04/Samkomulag-Landsbankans-og-LBI-um-breytingar-a-skilmalum-skuldabrefa-odlast-gildi/?newsid=1340880c-7bde-11e4-b59d-0050568800ef

Og hva?  Á maður ekkert að fá að sjá þennan samning í smáatriðum?  Nee neei, uss uss.  Framsóknarmenn og sjallar vilja það ekki!  

Framsjallar vilja halda þessu leyndu inná lokuðu, reykfylltu bakherbergi heldur skuggalegu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2014 kl. 01:28

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Hvað með blysför hérna útá nes?  Þjóðaratkvæði??

Hvar eru skæruliðasamtök framsóknarmanna og terrorhópur sjalla intefens?  Ekkert heyrst af þeim?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2014 kl. 01:29

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

264 milljarðar vegna Icesave er nú búið að upplýsa.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2014 kl. 12:21

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvarf hún þá ekki Laxdal ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2014 kl. 12:22

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefán.. stuðningsmenn samninga vegna Icesave héldu því fram allan tíman að þrotabúið ætti fyrir þessu á áhætta af samingum var engin.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2014 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband