Hver ætlar að stöðva þessi afglöp ?

Íslendingar þurfa frá og með næsta hausti að kaupa náttúrupassa til að mega ganga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, samkvæmt frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála. Þeir sem ekki borga geta búist við sektum. Þingvellir hafa verið „friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ frá 1930.

____________________

Fyrirspurn til þingmanna.

Hverjir ætla að stöðva þessi afglöp ?

Það verður að taka fram fyrir hendur ráðherra sem er staddur í dimmum skógi, á hraðri leið í heim myrkurs og heimsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í 5 ár hafa allir lögaðilar á Íslandi verið skyldaðir til að greiða viðbótarálögur á hverju hausti, sem renna til RUV. Engin leið er að komast hjá þessum greiðslum því þinggjöld eru jú aðfararhæf!  Ætli einhverjir hafi verið gerðir gjaldþrota vegna þessarar innheimtu?  Og hverjir voru við völd 2009-2013? Ekki að það skipti máli.  Útvarpsgjaldið er á ábyrgð alls fjórflokksins og hækjunnar líka.

Þessi ferðapassi er þó skárri en útvarpspassinn, að ferðapassinn leggst ekki á lögaðila. Að heyra ykkur skattakúgarana í SF og VG hneykslast er hræsni. Því þið gagnrýnið bara formið.  Í grunninn viljið þið miklu meiri skattaálögur m.a. til að byggja upp ferðamannastaði.

Þetta er snúið mál. Gagnrýni sem byggir ekki á neinni lausn er ekki svaraverð. En valkostir eru engir í íslenzkri pólitík. Bara lýðskrum og yfirboð.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2014 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes..hverjir eru " skattakúgarar " ? Bara Sjálfstæðisflokkurinn hefur hugmyndaflug í þennan skatt ... skatt á náttúru og útsýni. 

Verðgir handhafar titilsins  " skattakúgarar "

Jón Ingi Cæsarsson, 4.12.2014 kl. 16:32

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skattakúgarar eru þeir sem misnota aðstöðu til að leggja á óréttláta og ónauðsynlega skatta til að fjármagna gæluverkefni og flokksstarf.  dæmi: Rúv-skatturinn

En ég er ekki að verja þessa útfærslu iðnaðarráðherra á náttúrupassa hugmyndinni.  Tel reyndar að hún hafi eyðilagt annars góða hugmynd því skattar og gjöld eiga að vera sanngjörn og hvetjandi.  Og þeir eiga að greiða sem nota/nýta.

Mér finnst bara gagnrýni ykkar samfylkingarmanna koma úr hörðustu átt miðað við að þið hefðuð getað komið í veg fyrir þetta með því að skattleggja strax 2009 þá sem græddu á falli krónunnar.  Ferðaiðnaðinn, sjávarútveginn og bankana. Það hefðu allir stutt og skilið nauðsyn þess

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2014 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband