Sjálfstæðisflokkurinn er skattaflokkur.

Sjálfstæðiflokkurinn heldur því fram að hann sé á móti sköttum og helsta verkefni hans sé að lækka skatta og fækka skattstofnum.

En er það svo.

Sannarlega ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn er að vísu til í að fella niður skatta og lækka skatta ef það hentar skjólstæðingum þeirra.

Flokkurinn hefur þegar lækkað veiðigjöld um helming, fellt niður fjármagnstekjuskatt og næst á að fella niður vörugjöld af lúxusvarningi.

Allt hentar kjósendum Sjálfstæðisflokksins afar vel.

Á meðan blæðir heilbrigðiskerfinu og skólaganga er gerð dýrari og erfiðari fyrir venjulegt fólk.  Ríkissjóð sárvantar fé.

En í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn skattaflokkur.

Þarf bara að nefna tvö mál þar sem flokkurinn dembir nýjum sköttum yfir landslýð.

Matarskatturinn illræmdi úr 7% í 11%.

Það er almenn skattlagning á alla landsmenn.

Og nú ætlar flokkurinn, fyrstur allra flokka að skattleggja náttúruna og taka þar með forustu allra skattlagningaflokka.

Þetta hefur engum dottið í hug fyrr.

Sjálfstæðisflokkurinn er frumherji í skattlagningu, hitt að hann sé á móti sköttum og þá eigi að lækka eða afnema er míta sem þeir einir trúa.

Sjálfstæðisflokkurinn er skattaflokkur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú villt örugglega miklu frekar standa í biðröð við gjaldhlið.............

Jóhann Elíasson, 1.12.2014 kl. 12:08

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hið rétta er að fjórflokkurinn er skattaflokkur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2014 kl. 12:26

3 identicon

Fjórflokkurinn er skattaflokkur. Það þarf nefskatt, náttúrupassa og hvaða nauðungarskatt sem er til að viðhalda þessu fyrirbæri.  Ef hér verða náttúruhamfarir og fólk leggur í púkk handa þeim sem verða fyrir hörmungunum þá - jafnvel þá - kemur fjórflokkurinn með gráðugar glyrnurnar og heimtar sitt - jafnvel megnið af söfnunarfénu. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 818773

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband