Bullurokkur á þingi.

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það ekki til fyr­ir­mynd­ar hvernig Jón hefði hagað sér og sagðist vona að gerðar verði breyt­ing­ar á því vinnu­lagi. Enn­frem­ur sagðist Katrín ekki trúa því að fram­sókn­ar­menn ætli að láta Jón Gunn­ars­son og aðra sjálf­stæðis­menn keyra yfir það vinnu­lag sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tók þátt í að leiða í lög og ramm­a­áætl­un bygg­ir á.

__________________

Það var skelfingin ein að hlusta á Jón Gunnarsson ræða þessi mál í Kastljósi í gærkvöldi.

Það þarf ekki nema leikmann til að heyra að hann hefur ekki einu sinni lágmarksþekkingu á lögum um rammaáætlun.

Maður hreinlega skilur ekki hvernig það má vera að þingamanni, sem ekki hefur meira til brunns að bera og hefur ekki meiri þekkingu en þetta, er falið að stýra mikilvægri nefnd á þingi.

Vonandi taka betur færari þingmenn stjórnarflokkanna fram fyrir hendur Jóns Gunnarssonar og stýra málinu í réttan farveg.


mbl.is „Bara steinhaldið kjafti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fljótur að gleyma.

Hrossakaup VG og Samfó í síðustu ríkistjórn gengu út á að VG fékk sínu fram, að stöðva allar virkjanir, menan Samfó fór í ESB leik sinn.

Kom ekkert þjóðini til gagns.

Þessu verður að breyta, og það er verið að því

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 12:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og hvað hefur það með Jón Gunnarsson að gera ?

Jón Ingi Cæsarsson, 28.11.2014 kl. 12:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna á ljóis fyrstu athugasemdarinnar að núverandi verkefnastjórn um Rammaáætlun treysti sér ekki til að setja nema eina af virkjunum í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem óvíst væri með afdrif laxastofns og mótvægisaðgerðir. Jón vill taka fram fyrir hendurnar á þeim. Og demba þeim öllum í nýtingarflokk og nokkrum í viðbót. Og Jón virðist ekki átta sig á að þar með er búið að taka ákvörðun um að virkja þar. Og röfl hans um umhverfismat er náttúrulega út í hött. Sem og Jón hlýtur að átta sig á að henda svona fram í fólk kveikir í heitustu baráttumönnum hér fyrir náttúruvernd og  þeir eru sko tilbúnir að láta heyra í sér og mótmæla. Svona séð frá mér sem Samfylkingarmanni ætti maður kannski að fagna þessu því þá fyrst fengi núverandi stjórnvöld að heyra og finna fyrir reiði fólks.  En sem Íslendingi þá harma ég að þarna skuli sturtað endanlega niður vilja aðila um sátt sem unnið var að um áratugaskeið. Og gera þetta svona er náttúrulega bara olía á eld.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2014 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband