Geimverurnar og löggan.

Hryðjuverkaógn, meðal annars frá samtökum sem kenna sig við íslamskt ríki, er ein ástæða þess að lögreglan hér á landi telur sig þurfa 150 hríðskotabyssur. Þetta segir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.

_________________

Yfirlögginn hjá ríkisslögreglustjóra er mjög byssuglaður náungi og er ekki í vandræðum með að finna sér afsökun fyrir vopnaburði lögreglu.

Ég sé ekki í hendi mér hvernig hríðskotabyssa í vopnageymslu lögreglunnar ætti að koma í veg fyrir hryðjuverk ætli menn sér að gera slíkt. Norska lögreglan var ágætlega vopnuð, samt kom Breivík.

Í hans huga er Íslamska ríkið afsökun fyrir að vopna lögreglu á eyju úti í Ballarhafi.

Þetta er nokkuð örvæntingarfull tilraun til að búa sér til afsökun.

Sennilega hefði hann alveg eins getað nefnt ógn að geimverum, þær eru líklega jafn mikill veruleiki á Íslandi og íslamskt ríki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Byrjum á því að stöðva frekari útbreiðslu moskubygginga hér á landi með 1 einföldu NEI-i ÁÐUR en að vandamálin fara að stigmagnast.

Jón Þórhallsson, 27.11.2014 kl. 14:02

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru einn og einn sem eru til í að opinbera eigin rasisma Jón.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2014 kl. 15:15

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig ferð þú að því Jón Ingi að rökstyðja rasisma í orðum Jóns Þórhallssonar? 

Það er rétt hjá þér Jón Ingi að byssur eiga að vera í notkun til þess að menn kunni á þær þegar til á að taka. 

Það er hinsvegar frekar ólíklegt að staðreyndir þessa máls sjáist í þinni hendi.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2014 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband