Fjögur tromp Framsóknar.

 

Framsóknarflokkurinn hafði fjögur spil á hendi í stjórnarandstöðu og kosningum.

Þeir hafa spilað tveimur þeirra út á landsvísu, skuldaleiðréttingarspilinu og Icesavespilinu.

Icesavespilið skilaði þeim 24% fylgi tímabundið, á réttum tíma í kosningum.

Nú hafa þeir spilað út trompásnum, skuldaleiðrétting upp á 80 milljarða úr ríkissjóði til 28% landsmanna.

Það spil virðist engu skila þegar horft er til fylgis og skoðanakannana.

Framsókn á nú tvö spil á hendi þegara horft er til landsmála, en hefur spilað þeim öllum út í sveitarstjórnarmálum.

Flugvallarspilið og rasismaspilið skiluðu þeim tveimur borgarfulltrúum þegar lengst af leit út fyrir að enginn fulltrúi væri í höfn.

Stóra spurningin er því.

Mun Framsókn meta það svo í næstu kosningum að þeir verði að spila út þeim tveimur spilum sem þeir hafa á hendi þegar horft er til landsmála ?

Varla mun flugvallarspilið skila þeim nokkru og þá er eitt eftir sem svínvirkaði í Reykjavík í vor.

Mun Framsókn spila út laufaásnum, eina háspilinu sem þeir eiga á hendi í næstu kosningum ?

Mun verða tekin einhverskonar rasismalína á þær kosningar.

Vona ekki og trúi því varla.

Freisingin verður mikil þegar maður er kominn upp að vegg, með viðvarandi málefnafátækt í farteskinu, en þó eitt háspil á hendi.

Sjáum til og vonum það besta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband