Framsóknarloforðið á ís.

Vegna EFTA dómsins sem féll í gær ætla ég rétt að vona að menn staldri núna við og velti fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegast að setja framkvæmdina á ís í bili og fá niðurstöðu frá dómstólum hvað varðar meðferð þessara verðtryggðu lána. ,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður.

__________________

Dómur EFTA dómsstólsins og væntalegir dómar innlendra dómstóla hefur sett 80 milljarða framlag til skuldara frá ríkissjóði í uppnám.

Ef dómar á Íslandi falla skuldurum í hag er ljóst að forsendubresturinn verður öfugur, þ.e. ríkissjóður væri að greiða fjármuni til skuldara sem síðan fengju lækkun lána sinna vegna dóms EFTA dómstóls.

Forsendurnar eru því allt aðrar en liggja fyrir í stöðu lána í dag ef dómar falla einhverjum í hag.

Það er því varla annað í stöðunni að setja Framsóknarloforðið á ís, annað er ekki verjandi, jafnvel þó framlagið sé aðeins brot af því sem það upphaflega var lofað.

Það væri ríkissjóði og heildarhagsmunum þjóðarinnar til hagsbóta ef þessi upphæð lækkar enn frekar en hún gerði þegar hún lækkaði úr 300 milljörðum í 80 milljarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nei hægan.  Það getur enginn gefið sér skuldalækkanir vegna þessarar ályktunar. Þetta er alröng túlkun á þessum úrskurði. Eina sem hægt er að álykta er að lánastofnanir virtu ekki bókstafleg ákvæði laga /reglugerðar. En að það valdi sjálfkrafa riftun lánasamninga er ansi frjálsleg túlkun.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2014 kl. 17:50

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Barátta Björns Þorra snýr að verðtryggingunni.  Það er hún sem þarf að afnema.  En úrskurðurinn staðfestir rétt lánastofnana til að lána með verðtryggðum kjörum sem er náttúralega vonbrigði allra sem bent hafa á skaðleysi lánveitenda vegna verðbótaákvæði lánasamninga.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2014 kl. 17:54

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Verðbótaþátt vaxta verður að afnema og síðan eiga lánveitendur að taka á sig helminginn af verðbótaleiðréttingu höfuðstóls. Það væri skref í áttina fyrst verðtryggingin er komin til að vera

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband