Bananaríkið Ísland

Rík­is­sjóður gæti með skatt­lagn­ingu herjað á eigna­mik­il þrota­bú, líkt og hina föllnu viðskipta­banka, og tæmt þau þannig að aðrir kröfu­haf­ar sætu eft­ir með sárt ennið

__________

Orðspor Íslands hrundi til grunna þegar kom í ljós að engar innstæður voru fyrir fjárfestingum bissnessmanna frá Íslandi um árið.

Nú ætlar ríkið að hirða það sem þó stendur eftir þannig að erlendir kröfuhafar gætu tapað öllu sem eftir er.

Það væri sniðugt að ná nokkur hundruð milljörðum í ríkissjóð með því lagi.

En það er eins og annað sem núverandi stjórnvöldum dettur í hug, þar ræður skammtímahugsun og skammtímagróði för.

Ef Ísland kórónaði vitleysuna frá 2008 með þessu hætti er örugglega hægt að gleyma því að eitthvað erlent fjármagn muni koma inn í landið.

Hvaða hálfviti væri svo vitlaus að setja peningana sína inn í fjárfestingar í ríki sem hefur ekkert siðferði þegar kemur að því að bera virðingu fyrir eigum annarra.

Ef af yrði að beitt yrði ofurskattlagningu á þrotabúin og það lita sem eftir stendur af eigum erlendra fjárfesta þá er það hreinn þjófnaður og bættist á óralangt syndaregistur íslenskra fjárfesta í útlöndum.

Það er enginn búinn að gleyma því að við bissnessmenn frá Íslandi töpuðu 9000 milljörðum af fé fjárfesta sem létu blekkjast á sínum tíma.

Það fjárfestir enginn í ríki sem fer af það orðspor að allir séu þjófar og ræningjar.

Og ef ríkisvaldið bætist í þann hóp getum við gleymt erlendum fjárfestingum á Íslandi næstu áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 818827

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband