Hvað vill bæjarstjórn Akureyrar ?

Í lok bók­un­ar­inn­ar kem­ur fram að þar sem Reykja­vík­ur­flug­völl­ur er lífs­nauðsyn­leg teng­ing lands­byggðar­inn­ar við höfuðborg sína komi það ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sér­hags­mun­ir gangi fyr­ir al­manna­hags­mun­um.

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar kallar eftir því að Alþingi afnemi skipulagsvald höfuðborgarinnar í einu afmörkuðu máli.

Auðvitað eru mál Reykjavíkurflugvallar mikilvæg fyrir landsmenn alla, og mín skoðun er að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur kemur fram.

En það er risastór krafa að kallað sé eftir að skipulagsvald sveitarfélags sé afnumið og Alþingi falið málið.

Í mínum huga er skipulagsvald sveitarfélaga heilagt og ef á með einhverjum hætti að skerða það þarf að gera það formlega og með heildstæðum hætti.

Að fara að nota þessi mál af léttúð og hentstefnu þá erum við á verri stað en áður.

Sem dæmi mætti nefna að Alþingi tæki skipulagsvald af sveitarfélögum á Suðurlandi og skellti virkjum í Þjórsá gegn þeirra vilja.

Eða Alþingi tæki sér það vald að heimila 220 kv raflínu um Akureyri og Eyjafjarðarsveit án aðkomu skipulagsyfirvalda sveitarfélaganna.

Hætt við að slíkur gjörningur færi þversum í þá sömu fulltrúa og vilja beita skipulagslögum af léttúð.

Efnislega eru ályktanir bæjarstjórnar Akureyrar, bæði meiri og minnihluta samhljóða.

Eini munurinn er að meirihlutinn vill að Alþingi taki skipulagsmálin til sín með valdi.

Bæjarfulltrúar verða að átta sig á að hentistefna í skipulagmálum er hættuleg.

Það er aldrei að vita hvenær umbeðin valdbeiting til Alþingis hittir þá sjálfa fyrir.

Þá þurfa menn að vera sjálfum sér samkvæmir og kyngja því þegjandi..

 


mbl.is Styður inngrip Alþingis í skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband