18.11.2014 | 12:01
Höft og skömmtun - draumaland fyrirgreiðslunnar.
Hér á árum áður var Ísland draumaland fyrirgreiðslunar og pólitísk fyrirgreiðsla var jafn sjálfsögð og móðurmjólkin.
Það er alveg öruggt að margir stjórnmálamenn horfa til þess með söknuði þegar forverar þeirra í flokkunum skömmtuðu góðgæti úr hnefa til þeirra sem voru á réttum stöðum í pólitík. Skömmtunarkerfið gaf færi á að auka völd stjórnmálamanna og það var gott að geta veitt vildarvinum undanþágur.
Það er fróðlegt að lesa auglýsingar frá þessum tíma.
Í blaði íhaldsmanna á Akureyri, Íslendingi, var næstum heil síða helguð auglýsingum frá skömmtunarstjóra.
Nokkur sýnishort af þessum auglýsingum.
Samkvæmt heimild í 3.gr. reglugerðar frá 1947 um vöruskömmtun og svo framvegis.
Reitirnir kornvörur 76-90 gildi fyrir 1 kg. af kornvörum hver reitur skipt með ljósbrúnum röndum og gildir hver reitur fyrir 100 gr. o.s.frv.
Reitirnir sykur 28-36 gildi fyrir 500 gr. hver reitur
Þetta er stór auglýsing og nær til skömmtunar á hreinlætisvörum, kaffi, vefnaðarvöru, fatnaði, búsáhöldum, og fleiru.
Auglýsingunni lýkur með alvarlegri áminningu skömmtunarstjóra þar sem hann segir.
" Fólk er alvarlega áminnt um að geyma vandlega alla reitina úr skömmtunarbók númer 1. sem ekki hafa verði teknir í notkun, því gera má ráð fyrir að eitthvað af þeim, fái innkaupagildi síðar.
Næsta auglýsing fjallar um smjör.
Ákveðið hefur verið að skömmtunarreitirnir "stofnauki nr. 14", sem gilda nú, hvor um sig til kaups á einu kg. af skömmtuðu smjöri skuli ekki vera löglegar innkaupaheimildir lengur en til 1. júlí næstkomandi.
Allar þær verslanir. er selt hafa skammtað smjör skulu þann dag skila þeim til skömmtunarskrifstofu ríkisins, með því annað hvort að afhenda þær á skrifstofunni eða póstleggja þá til hennar í ábyrgðarpósti.
Næsta auglýsing fjallar um skömmtun á bensíni og þar eru langar og flóknar reglur um hvernig staðið skuli að því að afla sér bensíns á bíla. Atvinnubílar njóta aðeins meira svigrúms til bensínkaupa.
Önnur auglýsing sem fjallar um bensínskömmtun snýr að því að útskýra að frá og með 24. júní til 1. okt 1948 verði skömmtunarseðlar fyrir bensín prentaðir á gulan pappír.
____________
En erum við komin eins langt frá þessu fyrirkomulagi og við höldum ? Auðvitað eru ekki skömmtunarseðlar í gangi en aðgengi landsmanna að ýmsum vörum er skert með ýmsum hindrunum sem eru nokkuð í takt við þessar aðferðir fyrir tæpum 70 árum.
Erum við kannski svo vön þessum pólitísku hömlum að okkur þyki það bara sjálfsagt og eðlilegt að stjórnmálamenn geti ráðið því hvaða vörur er hægt að kaupa úti í búð ?
Maður bara spyr sig eftir að hafa horft yfir kjötúrval og verð í erlendum verslunum í dag og bera það saman við þann raunveruleika sem lágt launaðir Íslendingar eru neyddir til búa við vegna ákvarðana afturhaldsaflanna..
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
M.a.s. ESB dindlum Samfylkingar þykir ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að stjórnmálamenn geti bannað fólki að kaupa áfengi út úr búð. Þá er ekki verið að miða við raunveruleikann í erlendum verslunum. Áfengið skal skammtað ofan í skrílinn að fornum sið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 12:24
Já er það Elín, og hvað hefur þú fyrir þér í því ? Ég held að sú skoðun sé ekki bundin við flokka, nema þú hafir svona rosalegar fréttir sem enginn hefur heyrt ??
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2014 kl. 12:28
Þeir sem eru á móti höftum skortir alla jarðtengingu segir einhver í athugasemdum hér. Hann virðist vera pikkfastur í gamla fyrirkomulaginu. Niðurgrafinn hreinlega.
http://www.visir.is/naerri-70-prosent-a-moti-solu-afengis-i-matvoruverslunum/article/2014710239925
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 12:44
Elín.. það er frjálst aðgengi að áfengi alla daga vikunnar nema sunnudaga, það er fáanlegt um allt land.
Ég held satt að segja að þú sért að bera saman epli og appelsínur eins og þú kannski áttar þig á ef þú hugsar málið aðeins
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2014 kl. 15:04
Hugsaðu málið aðeins betur :)
“Ríkiseinkasölur voru einn liður í haftapólitík stjórnvalda á fjórða áratugnum og raunar allt frá því Framsóknar-menn settust í stjórnarstólana 1927. Áburðareinkasala var stofnuð 1928, viðtækjaeinkasala 1930, tóbakseinkasalan endurreist 1931, einkasala á eldspýtum upp tekin 1932, bifreiðaeinkasala 1934, raftækjaeinkasala 1935 og grænmetiseinkasala 1936. Stefnt var að því í stjórnarsáttmála haftastjórnarinnar, að ‘afla ríkissjóði tekna þannig, að byrðarnar hvíli fyrst og fremst á háum tekjum og miklum eignum skattþegnanna, en að auki sé fjár aflað með arðvænlegum ríkiseinkasölum.’ (auðk. hér).
Ríkiseinkasölurnar urðu fljótlega illa þokkaðar: þjónustan versnaði, vöruverð hækkaði og gæðin rýrnuðu. Vörubílstjórar kvörtuðu undan lélegri endingu á dekkjum, kváðust áður hafa getað valið úr hjólbarðategundum sem entust 20-30 þús. km en einkasöludekkin dygðu einungis til 10-14 þús. km aksturs. Mikil ólga varð meðal rafvirkja útaf raftækjaeinkasölunni, þeir sögðu algeng efni og varahluti vanta langtímum saman þegar verst stæði á - og um alllangt skeið fengust jafnvel ekki ljósaperur keyptar í heildsölu á Íslandi.”
Þjóð í hafti:98.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 15:36
Ljósaperuskorturinn leiðir hugann að splúnkunýju glóperubanni Evrópusambandsins. Hvað er það eiginlega við Evrópusambandið sem heillar gamla Tímablaðamenn svo mjög? Er það yfirbyggingin?
http://ns.is/is/content/gloperur-bannadar-innan-esb
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 16:01
Það er beinlínis fyndið að lesa þennan pistil eftir fyrrverandi ritstjóra Tímans, Jónas Kristjánsson: Lengi lifi reglugerðirnar! Lengi lifi Sambandið! Niður með skrílinn!
http://www.jonas.is/fin-regla-um-ryksugur/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 16:30
Fólk er svo hrætt við frjálshyggjuna sko. Það vill að ríkið skammti allt fyrir það, svo það fari sér ekki að voða með frelsinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2014 kl. 18:30
Er þetta hræðsla? Þegar refsigleði bætist við forræðishyggjuna og mannfyrirlitninguna kemur illskeytti þrællinn, sem Samuel L. Jackson lék svo listilega vel í Django unchained, ósjálfrátt upp í hugann.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/06/flestir_vilja_refsa_fyrir_fikniefni/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.