Forhertir eða siðblindir stjórnmálamenn á Íslandi ?

 

Stjórnmál á Íslandi eru með nokkru öðrum hætti en í siðuðum löndum.

Á Íslandi tíðkast ekki að stjórnmálamenn axli ábyrgð og segi af sér eins og í löndum hins vestræna heims. Það eru þó til einstaka dæmi en þau eru teljandi að fingrum annarrar handar.

Eftir uppákomur síðustu daga verður maður óneitanlega hugsi og veltir því fyrir sér hvort þetta geti verið eðlilegt.

Maður veltir fyrir sér hvort það er málið að stjórnmálamenn á Íslandi séu siðblindir, forhertir eða bara að þetta er tíðandinn og vani.

Dæmið um innarríksráðherra er óvenju svæðið dæmi um ábyrgð stjórnmálamanna á Íslandi.

Pólitískt ráðinn aðstoðarmaður ráðherra brýtur lög og og er dæmdur.

Ráðherrann sér ekkert að því að sitja áfram, og það mun engu breyta þó umboðsmaður Alþingis lýsi þeirri skoðun sinni að ráðherrann hafi ekki farið réttar leiðir í málinu.

Ráðherrann er sem sagt stikkfrí eins og stjórnmálamenn á Íslandi eru oftast, þegar kemur að því að axla pólitíska ábyrgð.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bakkar upp ráðherrann, og ýmsir áhrifamenn í flokknum klappa á bak aðstoðarmannsins fyrrverandi sem dæmdur var fyrir lögbrot í starfi. 

Í þeirra augum er þetta bara spurning um tíma hvenær þetta gleymist. 

Það er ekki undarlegt að maður velti því fyrir sér hvað það er sem mótar þetta umhverfi í íslenskum stjórnmálum, umhverfi sem er úr öllum takti við allt sem við sjáum í siðuðum löndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Jón Ingi.  Ekki minnist ég þess að þú hafir haft áhyggjur af brotum ráðherra í síðustu ríkisstjórn og er það talandi dæmi, einmitt um siðferði þegar menn ráðast á andstæðinginn ef hægt er að koma höggi á hann.  En kóa svo bara með sínum mönnum.  Mér þykir málflutningur þinn einmitt einkennast af því.

Hreinn Sigurðsson, 13.11.2014 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband