5.11.2014 | 16:09
Fílabeinsturn eða misskilningur - það er spurningin.
Ýmis samtök senda mótmæli til ríkisstjórnar og fjármálaráðherra vegna niðurskurðar til Landspítala í fjárlagafrumvarpi.
Stjórnarliðar hafa ítrekað neitað því að niðurskurður eigi sér stað, þvert á móti halda þeir því fram að aukið hafi verið í og það duglega.
Fulltrúar þessara 45 samtaka eru því að villigötum og væntalega kemur þar til þessi hefðbundni misskilningur sem stjórnarliðum verður svo tíðrætt um.
En hvað með það, þessi samtök skora á stjórnvöld að draga til baka þær skerðingar sem flestir sjá í fjárlagafrumvarpinu, eiginlega allir nema fjármálaráðherra og félagar hans í stjórnarflokkunum.
En svo er það annað mál hvort þessi ályktun nær í gegnum þykka veggi fílabeinsturnsins þar sem ráðherrar ríkisstjórnarninnar hafa hreiðrað um sig.
Reyndar hefur fjölgað um einn þar, því yfirlýsingar seðlabankastjóra um öfund annarra þjóða í garð efnahagsundursins Íslands, benda til að hann sé mættur í turninn til BB og SDG.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ættir kannski bara að skoða fjárlagafrumvarpið og ríkisreikning. En þú vilt kannski frekar ástunda upphrópunarpólítík eins og þitt lið er svo gott í. Staðreyndin er sú að aukin fjárframlög hafa runnið í heilbrigðismál um langan tíma þrátt fyrir stöðugt tal um niðurskurð. Fjárþörfin virðist hinsvegar aukast hraðar af ýmsum ástæðum t.d vegna þess að þjóðin er að eldast, ný tækni og lyf eru dýrari og almenn kaupmáttaraukning flest árin. Þetta er reyndar vandamál sem flest lön eiga í. Einu árin í langan tíma sem hefur verið um raunverulegan niðuskurð að ræða eru árin 2009-2012. Upps! var það ekki árin sem Vinstri Samfylkingin var i stjórn?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.