Mistök lögreglu - af hverju ?

Eng­in áform voru um dag­leg not lög­reglu á þeim upp­lýs­ing­um sem komu fram í sam­an­tekt Geirs Jóns Þóris­son­ar um mót­mæl­end­ur í búsáhalda­bylt­ing­unni. Ekk­ert var gert með hana eft­ir að hún var til­bú­in árið 2012. Þetta kom fram í máli yf­ir­manna lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

______________

Ég hef alltaf haft mikið álit á lögreglu á Íslandi.

Auðvitað eru alltaf misjafnir sauðir innanum en það er afar sjaldgæft að slíkt leiði til leiðinda.

Þó má sjá það enda vekur slíkt mikla athygli.

Í ljósi þessa er búsáhaldaskýrslan óskiljalegt plagg.

Þar er safnað saman upplýsingum sem eiga ekkert erindi inn í almenna skýrslu lögreglu um atburði. Fólk dregið í dilka eftir stjórnmálaskoðum og ýmsar vangaveltur skýrsluhöfundar rata þar inn í textann.

Að nafngreina síðan fólk í mótmælaaðgerðum án þess að viðkomandi hafi á nokkurn hátt brotið af sér, er einnig óskiljalegt.

Að fá flokkshollan Sjálfstæðismann til að skrifa þessa skýrslu er síðan enn einn óskiljanlegi hluti þessa máls enda skýrslan greinilega lituð af persónulegum skoðunum viðkomandi lögreglumanns. 

Klúðrið með nafnabirtinguna er síðan sorglegt. 

Því miður hefur maður aðeins á tilfinningunni að lögregla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi fordóma gagnvart mótmælum, sem jafnvel eru fullkomlega friðsamleg.

Framganga lögreglu í Gálgahrauni er furðuleg enda á leið til Evrópu til nánari skoðunar. 

Hríðskotabyssumálið ofan í þetta allt saman er síðan dropinn sem fyllti mælinn, traust fólks á lögreglu gæti bilað með einhverjum hætti vegna þess máls.

Af hverju öll þessi mistök, hver veit ? 

Þrátt fyrir þetta allt saman ætla ég að halda áfram bera traust til lögreglu á Íslandi, ég er sannfærður um að hún mun læra af öllum þessum mistökum til framtíðar. 


mbl.is Ekkert gert með samantektina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband