Þetta getur ekki verið rétt.

„Ég hef spilað nógu marga tölvu­leiki um æv­ina til að þekkja þetta vopn. Þetta er dráps­tæki,“ sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, um MP5 létt­ar vél­byss­ur sem rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur fengið til embætt­is­ins. Kallað var eft­ir sér­stakri umræðu um málið á morg­un til að ráðherra geti skýrt út hvað sé rétt og hvað rangt í frétta­flutn­ingi af mál­inu.

_________________

 Það er nánast óhugsandi að einhverjir embættis eða stjórnmálamenn hafi ákveðið það vopna lögreglu á Íslandi með drápstólum.

Látum það vera með létt vopn til sjálfsvarnar en hríðskotarifflar eru árásavopn sem notuð eru í styrjöldum eða á svæðum þar sem ofbeldi er landlægt.

Þetta mál verður að upplýsa og draga þá til ábyrðar sem fyrirskipuðu þetta, ef rétt reynist.

Svona gjörningur á ekki heima á Íslandi. 


mbl.is „Þetta er drápstæki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Draga til ábyrgðar? Rólegur á takkaborðinu kallinn.

Guðmundur Björn, 21.10.2014 kl. 15:17

2 identicon

Aðeins síkópötum dettur svona lagað í hug. Lögreglan býr yfir vopnum og hefur til taks sérstaka sveit til að beita þeim þegar aðstæður eru metnar þannig og það hefur reynst meira en nóg. Við skulum ekki gleyma því að fyrir stuttu síðan var geðfatlaður maður skotin til bana í árbæ af lögreglunni.

Toni (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 16:13

3 identicon

Hvort löggan er vopnuð eða ekki er ekki aðalmálið fyrir mig. Hún hefur alltaf haft yfir vopnum að ráða og í sumum tilfellum þurft á þeim að halda (því miður) en öðrum ekki. Ég vona samt ekki að ástandið hér sé orðið þannig að þörf sé á því að vopna lögguna almennt, en við skulum ekki gleyma því að löggan er reglulega að fá morðhópanir (ekki bara sjálfir heldur og líka fjölskyldumeðlimir þeirra) fyrir störf sín og ólíðandi að bregðast ekki við slíku. Þeir eiga að hafa frið til að sinna störfum sínum sem er til góða fyrir almenning í landinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af lífi og heilsu sinni og þeirra sem standa þeim næst.

Hitt vekur athygli mína að þingmaður Pírata skuli vera svo veruleikafirrtur að hann dragi áliktanir um raunveruleg tæki út frá TÖLVULEIKJUM („Ég hef spilað nógu marga tölvu­leiki um æv­ina til að þekkja þetta vopn. Þetta er dráps­tæki,“). Tölvuleikir eru meira að minna ímyndun og hafa ekkert með raunveruleikan að gera. Byssur eru alltaf drápstæki, það er ekki til nein byssa sem er bara varnarvopn. En að þingmaður sé orðin svo háður þessu tölvuumhverfi að hann geri ekki greinarmun á raunverulegum hlutum og hlutum úr ímyndarheim tölvuumhverfisins er skelfilegt að hugsa til. Hversu vel er þessi maður eiginlega tengdur veruleikanum? 

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 16:52

4 identicon

Dæmigert fyrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að gera sig að fíflum með því að ryðjast í ræðustól Alþingis og rífast heiftarlega yfir kostnaðinum (sérstaklega Björn Valur, sem ekki var kosinn til þings, auk Helga Hjörvars) áður en þeir kynna sér málin. Ef þeir hefðu bara spurt, þá hefðu þeir fengið að vita að þessi vopn voru gefins.

Pétur d. (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 19:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er þetta dæmigert LANDRÁÐAFYLKINGARMANNARAUS, ekkí dettur þessum kálfum í hug að kynna sér málið nokkurn skapaðan hlut áður en farið er af stað með fullyrðingar sem eru svo gjörsamlega út úr kortinu að venjulegu fólki blöskrar alveg vitleysan sem þeir fara með.  Fyrir það fyrsta þá kom Hanna Birna hvergi nálægt þessum vopnum, byssurnar voru gjöf frá Norðmönnum.  Björn Valur fór bara með tómt rugl í þinginu, eins og hann er vanur og Helgi Pírati var mjög svo "dramatískur" í ræðu sinni eins og hans er von og vísa en síðar kom í ljós að allt sem hann studdist við var rangt og úr lausu lofti gripið.  Ekki góður dagur fyrir stjórnarandstöðuna, sem virðist vera uppbyggð af "undirmálsfólki" sem ekki hefur rænu á að kynna sér málin áður en er fjallað um þau..............

Jóhann Elíasson, 21.10.2014 kl. 19:46

6 identicon

"Þetta mál verður að upplýsa og draga þá til ábyrðar sem fyrirskipuðu þetta, ef rétt reynist."

Mikið rétt, Jón Ingi, og kannski tími til að athuga hvort ekki hefði átt að hreinsa burt yfirmennina þarna þegar barnaníðshneykslið kom upp, áður en þeir fengu að bjóða okkur uppá þetta rugl?

Sjá: http://kvennabladid.is/2014/01/23/var-meint-kynferdisbrot-logreglumanns-ekkert-rannsakad/

símon (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband