KS og kaupfélagsstjórinn - Skora á Kastljós að skoða ferilinn.

 

Stjórnendur Kastljóss hafa staðið sig frábærlega að skoða mál og stunda rannsóknarblaðamennsku.

Það er því afar mikilvægt að þeir taki málefni Kaupfélags Skagfirðinga og gjörninga lykilmanna í því á viðskiptamarkaði.

 "Ólafur Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, segir Þórólf Gíslason, forstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, hafa stöðvað í fæðingu bankalán frá Landsbankanum sem hann var að reyna að tryggja Mjólku síðla árs 2009. Þá var Kaupfélag Skagfirðinga búið að gera formlegt kauptilboð í Mjólku sem Ólafur var búinn að hafna. „Það er Þórólfur sem á frumkvæði að því að reyna að eignast fyrirtækið og fer að bera víurnar í það. Ég sagði alltaf að þetta væri ekki til sölu,“ segir Ólafur. "

( dv.is ) 

Í framhaldi af umræðu um MS og meinta misnotkun á markaði er full ástæða til að skoða mál ofan í kjölinn.

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að mjög oft koma nöfn KS og kaupfélagsstjórans upp þegar rætt er um vafasama gjörninga á einokunarmarkaði.

Það væri því afar fróðlegt að sjá alvöru rannsókn á sögu þessu tengdu og ekki síður tengsl þessara aðila við Framsóknarflokkinn.

Íslenskur viðskiptamarkaður er rannsóknarefni í heild sinni og það má leiða að því líkum að hagsmunir neytenda séu fyrir borð bornir í mörgum tilfellum.

Mig langar því að skora á þá Kastljóssmenn að taka þetta til nákvæmar skoðunar og fræða landsmenn á því hvað þarna hefur verið um að vera og hvað er í gangi þarna núna.

Það væri öllum til góðs að upplýsa það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Jæja Jón minn. Þar kom að því að við urðum sammála :)

Landfari, 27.9.2014 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband