Skítsama um neytendur.

„Af hverju kveink­ar for­stjóri eins stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæk­is á Íslandi sér und­an rekstr­ar­um­hverf­inu?“ spyr Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands, í aðsendri grein í blaðinu í dag.

________________

Formanni Bændasamtakana sem lifir og hrærist í styrkjakerfi þar sem honum eru tryggðir milljarðar af skattfé landsmanna hæðist að forstjóra fyrirtækis sem kveinkar sér undan háu verði á landbúnaðarvörum.

Af þessu skrifum að dæma er þessu ágæta formanni Bændasamtakana skítsama um neytendur sem ekki bara greiða honum milljarða úr ríkissjóði heldur verða síðan að mæta í verslun og kaupa hvert kjötkíló á þúsundir króna.

Þessum ágæta formanni færi betur að hugleiða stöðu neytenda í kerfinu hans þar sem honum eru tryggðir milljarðar af skattfé og tollamúrar og innflutningsbönn hamla samkeppni.

Fórnarlambið er ekki smásölufyriræki heldur fjölskyldurnar í landinu sem greiða himinhátt vöruverð auk þess sem skattarnir þeirra eru notaði til að tryggja formanninum peninga.

Koma þessum samtökum aldrei í hug að þetta kerfi sé fullkomlega óeðlilegt ? 


mbl.is Hjákátlegt að forstjóri Haga kveinki sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Sæll Jón Ingi.

Auðvitað væri best að leggja niður alla styrki til atvinnuveganna hér á Íslandi, þ.e.a.s. um leið og slíkt hið sama yrði gert í öðrum öllum öðrum löndum því eins og þú hlýtur að vita viðgangast t.a.m. landbúnaðarstyrkir í flestum ef ekki öllum löndum heims. Ef stuðningur við landbúnað yrði eingöngu lagður af á Íslandi, yrði þá að minnsta kosti að banna allan innflutning landbúnaðarvara sem væru í samkeppni við þær íslensku því varla þætti þér eðlilegt að íslendingar væru að þiggja niðurgreiðslur á mat erlendis frá og banna slíkt hér heima á sama tíma.

En mér þætti fróðlegt að vita hvort þér þyki eðlilegt að stórfyrirtæki á borð við Haga græði milljarða vinstri og hægri og hafi um leið toppana sína á ofurlaunum og kenni svo alltaf öðrum en sjálfum sér um hvað varan kostar. Verslunin hefur nefnilega frjálsar hendur í álagningu á vörur og miðað við uppgefinn hagnað og ofurlaun væri þeim í lófa lagið að lækka vöruverð.

Góðar stundir :-)

Högni Elfar Gylfason, 13.9.2014 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband