13.9.2014 | 08:53
Skítsama um neytendur.
Af hverju kveinkar forstjóri eins stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi sér undan rekstrarumhverfinu? spyr Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í aðsendri grein í blaðinu í dag.
________________
Formanni Bændasamtakana sem lifir og hrærist í styrkjakerfi þar sem honum eru tryggðir milljarðar af skattfé landsmanna hæðist að forstjóra fyrirtækis sem kveinkar sér undan háu verði á landbúnaðarvörum.
Af þessu skrifum að dæma er þessu ágæta formanni Bændasamtakana skítsama um neytendur sem ekki bara greiða honum milljarða úr ríkissjóði heldur verða síðan að mæta í verslun og kaupa hvert kjötkíló á þúsundir króna.
Þessum ágæta formanni færi betur að hugleiða stöðu neytenda í kerfinu hans þar sem honum eru tryggðir milljarðar af skattfé og tollamúrar og innflutningsbönn hamla samkeppni.
Fórnarlambið er ekki smásölufyriræki heldur fjölskyldurnar í landinu sem greiða himinhátt vöruverð auk þess sem skattarnir þeirra eru notaði til að tryggja formanninum peninga.
Koma þessum samtökum aldrei í hug að þetta kerfi sé fullkomlega óeðlilegt ?
Hjákátlegt að forstjóri Haga kveinki sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Ingi.
Auðvitað væri best að leggja niður alla styrki til atvinnuveganna hér á Íslandi, þ.e.a.s. um leið og slíkt hið sama yrði gert í öðrum öllum öðrum löndum því eins og þú hlýtur að vita viðgangast t.a.m. landbúnaðarstyrkir í flestum ef ekki öllum löndum heims. Ef stuðningur við landbúnað yrði eingöngu lagður af á Íslandi, yrði þá að minnsta kosti að banna allan innflutning landbúnaðarvara sem væru í samkeppni við þær íslensku því varla þætti þér eðlilegt að íslendingar væru að þiggja niðurgreiðslur á mat erlendis frá og banna slíkt hér heima á sama tíma.
En mér þætti fróðlegt að vita hvort þér þyki eðlilegt að stórfyrirtæki á borð við Haga græði milljarða vinstri og hægri og hafi um leið toppana sína á ofurlaunum og kenni svo alltaf öðrum en sjálfum sér um hvað varan kostar. Verslunin hefur nefnilega frjálsar hendur í álagningu á vörur og miðað við uppgefinn hagnað og ofurlaun væri þeim í lófa lagið að lækka vöruverð.
Góðar stundir :-)
Högni Elfar Gylfason, 13.9.2014 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.