Stjórnarsamstarfið í uppnámi.

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra kynnti í gær, kem­ur fram að efra virðis­auka­skattsþrepið verði lækkað úr 25,5% í 24%, sem er hinn al­menni virðis­auka­skatt­ur sem lagður er á flest­ar vör­ur. Þar seg­ir jafn­framt, að lægra þrepið verði hækkað úr 7% í 12%. Við það munu mat­væli hækka í verði ásamt gist­ingu, fjöl­miðlum, bók­um og plöt­um, svo helstu dæmi séu nefnd.

_______________

Stjórnarþingmenn ( framsóknarmenn ) lýsa því yfir hver af öðrum að þeir séu á móti hækkun á 7% vsk þrepsins. 

Þeir ætla ekki að samþykkja það ekki að eigin sögn.

SDG lýsti því yfir þegar árið 2011 að hann væri á móti því.

Sjálfstæðisflokknum er það hjartans mál að hækka álögur á fátækasta fólkið í landinu og munu ekki gefa eftir þau áform sín.

Stjórnarsamstarfinu er þá líklega sjálfhætt og ríkisstjórnin sprungin.

Og þó.... ég reikna með að Framsókn gleypi þetta fyrir völdin, þegar á reynir. 


mbl.is Sigmundur: Rangt að hækka vsk á matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert nýtt að framsóknarmenn éti ofaní sig það sem þeir hafa áður sagt, annað væri ekki í anda framsóknarmennskunnar.

Trausti (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 14:40

2 identicon

"Sjálfstæðisflokknum er það hjartans mál að hækka álögur á fátækasta fólki í landinu og munu ekki gefa eftir þau áform sín."

Djöfull er þetta leiðinlegur áróður. Afskaplega ómerkilegur málflutningur sem ekki sé meira sagt.

stebbi (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 15:10

3 identicon

Eins og allt annað af hálfu þessarar ríkisstjórnar er hér um að ræða tilfærslu á fé frá almenningi til hinna hinna best settu.

Að afnema sykurskattinn er fráleitt. Það er eðlilegt að þeir sem missa heilsuna vegna mikils sykuráts greiði kostnaðinn að hluta með sykurskatti auk þess sem gjöldin hljóta að minnka neysluna. Ef áhrifin þykja of lítil er bara að hækka skattinn.

Þetta er aðeins skref í áttina að sama vsk á allar vörur og þjónustu. Það þótti of stórt skref að fara alla leið í einum áfanga. Það er forvitnilegt að sjá hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum þjóðum. Í löndum OECD eru aðeins 26% með fullan vsk á mat, 16% með engan vsk og 58% með lækkaðan vsk.

Evrópuþjóðir með lægri vsk en Ísland eru Sviss og Lúxemborg með 3%, Spánn með 4%, Pólland og Kýpur með 5% og Frakkland, Portúgal, Holland og Belgía með 6%.

https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=9&ved=0CFwQ_xMwCA&url=https%3A%2F%2Fwww.kpmg.com%2FFI%2Ffi%2FAjankohtaista%2FUutisia-ja-julkaisuja%2FVero-ja-lakijulkaisut%2FDocuments%2FA-global-trend-VAT-on-food-and-medicines.pdf&ei=bF8PVOrTCc7havG7gLAK&usg=AFQjCNFd7pEd7zMStqfTt6EGeuB5qIDb-A&sig2=pjwWJnePYeHW4c4NOXE8lA&bvm=bv.74649129,d.ZWU&cad=rjt

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 15:10

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að framsóknarmenn eru líka alveg ólmir í að böðlast á almenningi og heimilunum í landinu hérna með þeim sjöllum. Þetta er að sumu leiti frekar langt til hægri flokkur með áherslu á að moka sem mest undir elíturassa og láta almúgan borga.

Það er lítið ástæða til að ætla að SDG hafi verið að segja satt 2011 varðandi matarskatt því þá átti ekki einu sinni að hækka matarskatt! Stóð aldrei til. SDG og framsóknarmenn voru bara að ljúga því. Rétt eins og þetta hyski hefur verið síljúandi misserum og árum saman.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2014 kl. 15:21

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi ég yrði manna glaðastur láti þeir af þeim áformum, hefur þú trú á því að það verði ?

Jón Ingi Cæsarsson, 11.9.2014 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband