5.9.2014 | 18:00
Smáflokkur með alræðisvald ?
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38,5% samkvæmt nýrri könnun sem MMR framkvæmdi á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 26,6%, fylgi Samfylkingarinnar mælist 20,3% og Framsóknarflokkurinn mælist með 10,1% fylgi.
___________________
Flokkur forsætisráðherra rýrnar stöðugt. Hann mælist nú minni en flokkur Pírata og lítið eitt stærri en VG.
Þessir þrír flokkar eru á pari með um eða rétt yfir 10%
Trúnaðarbrestur þjóðarinnar gagnvart Framsóknarflokknum leynir sér ekki, dottinn úr tæpum 25% fyrir rúmlega einu og hálfu ári niður í 10%
Það er ekkert annað en hrun og auðvitað á flokkurinn ekki að hafa þau völd sem hann hefur í boði Sjálfstæðisflokksins.
Það er reynar skelfilegt að hugsa sér að Framsóknarflokkurinn eigi eftir að stjórna landinu næstu rúmlega tvö árin.
Við slíkt verður varla búið enda hafa kjósendur snúið við honum bakinu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun varla sætta sig við það til lengri tíma að vera undir stjórn smáflokks sem mælist varla á þingi.
Ætli Framsóknarmenn hugleiði aldrei af hverju kjósendur þeirra eru horfnir ?
38,5% styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Skilaðu lyklunum, Jóhanna“, öskraði Bjarni Ben, þegar stuðningur við vinstri stjórnarinnar fór niður í 45%.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 19:04
Þegar kemur að kosningum lofar Sigmundur Davíð kannski peningum úr hrægammasjóðum, aftur, og kannski fall kjósendur fyrir því, aftur. Kjósendur eru svo fljótir að gleyma. Eða kannski lofar hann einhverju nýju og skemmtilegu.
Wilhelm Emilsson, 5.9.2014 kl. 19:43
Þú þarft ekk að hafa áhyggjur af ríkisstjórninni, hún mun starfa út kjörtíabilið.
Óðinn Þórisson, 5.9.2014 kl. 19:45
Æi, strákar, þetta er eitthvað á svo lágu plani hér á skerinu að maður er löngu hættur að ná áttum á afstöðu og hugarfari innbyggjara.
Virðist mér vera lágkúrulegt samspil af þrjósku, heimóttarskap, íhaldssemi og svo auðvitað hagsmunagæslu. En hagsmuna-klíkan er fámenn, en tekst samt að spila með og blekkja stóran hóp fólks. En svona hefur þetta víst alltaf verið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 20:40
Sjallar en sérstaklega framsóknarmenn - þeir eru alltaf að lofa einhverju.
Er nefnilega umhugsunarvert.
Þeir eru alltaf að lofa einhverju ,,ríkidæmi" í framtíðinni. Að í framtíðinni komi miklar peningahrúgur annaðhvort vegna einhverra framsóknartrikka eða vegna utanaðkomandi þátta svo sem olíu, fiskeldi, áli, o.s.frv.od.s.frv. - og framsetningin er alltaf á þann hátt að bara næstum því allir í landinu verði ríkir.
Þetta er í raun gulrótartrikkið. Það er sett gulrót í spotta fyrir framan kanínu - og hún svo teymd útí hvaða ógöngur sem er. Sama trikkið sem framsjallar beita á innbyggja. Þetta er bara gulrótartrikkið aftur og aftur.
Nú, þá kann einhver að spyrja: En eru kjósendur þá að meirihluta heimskir?
Þá er því til að svara, að svo þarf ekki endilega að vera. Það skiptir ekki síður máli að það er engin pólitísk menning á Íslandi. Fólk hefur enga þekkingu á pólitík og þekkir ekki pólitíska sögu Íslands. Fólk hefur enga þjálfun í að ræða og hugsa um pólitík. Er ekki í menningunni hérna. Allt öðruvísi en á Norðurlöndunum.
Það segir alveg sína sögu, að einhverntíman á um 1980 þá sýndi Ómar Ragnarsson af framboðsfundi á Vestfjörðum, dáldið langan kafla. Fjölmenni var á fundinum og frambjóðendur allir á palli og bjuggust sjónvarpsáhorfendur við miklum pólitískum umræðum o.a.frv.
Hvað gerist? Jú, frambjóðendur klæmdust við hvor annan mest allan tímann!
Þetta kom dáldið flatt upp ásjónvarpsáhorfendur - en þetta dæmi segir alveg sína sögu um afstöðu margra innbyggja til pólitíkur. Þeir kunna ekkert í pólitík og þessvegna er oft hægt að bjóða hluta kjósenda uppá fíflagang - og sumir kjósenda jafnvel vilja fíflaganginn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2014 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.