Aumasti forsætisráðherra allra tíma ?

 

SDG hefur orðið tíðrætt um ýmiskonar met, heimsmet í hinu og þessu og það nýjasta er að Ísland verði orðið skuldlausasta land í heimi eftir skamman tíma.

 Frá því forstætisráðherra varð forsætisráðherra hefur hann oftsinnis farið frjálslega með staðreyndir og reyndar verið staðinn að hreinum ósannindum.

 Það nýjasta í þessu sambandi er þetta.

 http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/07/15/thvi-fer-fjarri-ad-bannad-se-ad-flytja-inn-kjotvorur-fra-bandarikjunum-til-esb/

 og útflutningseftirliti hjá Matvælastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að því fari fjarri að bannað sé að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag að Evrópusambandið, og Íslendingar sem aðili að EES-samningnum, flytji ekki inn kjötvörur frá Bandaríkjunum þar sem staðreyndin væri sú að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt.

 ( eyjan.is)

 Enn er forstætisráðherra staðinn að því að hagræða sannleikanum.

 Þar sem SDG verður svona tíðrætt um heimsmet í hinu og þessu er ekki fjarri lagi að honum sjálfum takist að slá met sem tengist embætti hans.

Metið, aumasti forsætisráðherra allra tíma gæti verið í hættu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi ég hélt smástund að þú ætlaðir að fara að skirfa um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem auðvitað á að draga fyrir Landsdóm. En auðvitað ekki. samfylkingin sér ekkert, heyrir ekkert og skilur ekkert.

Sigurður Þorsteinsson, 15.7.2014 kl. 10:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Metið sem, aumasti forsætisráherra allra tíma, stendur traustum fótum og mikið þarf að ganga á svo Heilög Jóhanna missi það met.

Jóhann Elíasson, 15.7.2014 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þið eruð fyndnir félagar... hahah

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2014 kl. 20:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er þó betra að vera fyndinn eins og við Sigurður en að vera hlægilegur eins og þú.......................

Jóhann Elíasson, 15.7.2014 kl. 21:04

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Já, líklega er hann orðinn heimsmeistari í svikum og blekkingum.

Sveinn R. Pálsson, 16.7.2014 kl. 09:37

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé nú ekki annað en að þarna sé allt í jafnvægi.

Er vitað um einhverja sem taka enn mark á pólitískum yfirlýsingum SDG?

Sumir tala um einhverja snjóhengju! 

Árni Gunnarsson, 16.7.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband