Að kjósa út í bláinn.

http://www.visir.is/forstjori-haga-furdar-sig-a-ummaelum-sigrunar/article/2014140709493

Þingflokksformaður Framsóknar sagði það sem flokkurinn hefur aldrei viljað viðurkenna, landbúnaðarstefna hans er forsjár og hagsmunastefna, sem reyndar allir hafa vitað.

Kjósendur hafa aftur og aftur lent í að kjósa út í bláinn við það að setja x við B.

Flokkurinn er snillingur í að setja upp kosningaprógram sem kjósendur falla fyrir.

En það er með kjósendur eins og litlu lömbin, þau muna aldrei milli ára að þau fara á sláturhúsið.

Þetta gerir það að verkum að kjósendur vakna upp daginn eftir kosningar og við þeim blasir allt annar veruleiki en þeir töldu sig vera að kjósa.

Eins og ég sagði áður, það er ákveðin snilld að geta gert þetta aftur og aftur og hluti kjósenda bítur á agnið.

Nú er flokkurinn kominn í 12% fylgi og sami þingflokksformaður stærir sig af að þetta sé nú ekkert að marka, flokkurinn muni hífa sig upp aftur fyrir næstu kosningar.

Sennilega er þetta rétt hjá henni, nú þegar styttist í að kjörtímabilið verði hálfnað þá setjast spunameistararnir niður og velta fyrir sér hvaða bita kjósendur muni gleypa næst.

Skiptir þá engu máli hvort hann er ætur eða ekki, bara að hann selji.

Og svo mætir einhver prósenta kjósenda og kýs út í bláinn og halda við völd flokki sem lítur á kosningaloforð sem söluvöru og verkfæri til að tryggja völd sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband