Kolsvört forsjárhyggja Framsóknar.

 

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins átti ekkert sérlega góðan dag þegar hún dásamaði amerískt kjöt, vínsölu í kjörbúðum og annað í þeim dúr í gær.

En í kvöld toppaði þingflokksformaður Framsóknar alla umræðu með fordæmalausri forsjárhyggju og kjánalegum ummælum um heilbrigði þjóðar og hlutverk stjórnmálaflokka.

Sigrún Magnúsdóttir hefur ekki átt marga stórleiki í stjórnmálum frá því hún settist á þing.

Í dag opinberaði hún sennilega það sem verst er í stjórnmálum, forsjárhyggju, sleggjudóma og virðingarleysi við fólkið í landinu.

Hún er kannski bara að viðurkenna það í orðum sem Framsóknarflokkurinn stendur fyrir.

Hagsmunagæslu og forsjárhyggju.

Á visir.is má sjá þessi dæmalausu ummæli.

"  segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði.

„Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“

En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?

„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.

 Svo mörg voru þau orð.....Framsókn berstrípuð í beinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þeir vilja ferskann fisk í staðinn fyrir kjöt sem er alið á skordyraeitri og veldur beinkrabba.

 Stjórnmálamenn verða að íhuga hvort þeir vilja- A. atkvæði dauðra Íslendinga- enginn spítali- eða B. útlendinga sem lifa á islenskum fiski ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.7.2014 kl. 21:24

2 identicon

Þingmaðurinn Sigrún Magnúsdóttir er kjáni!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband