Samstíga um stöðnun og einangrun

Þá er það staðfest. Öfgaflokkarnir til vinstri og hægri vilja einangra sig frá Evrópu og eru samstíga um ályktanir um það sem þeir vita ekkert um. Frétt í Fréttablaðinu bendir til að flokkarnir séu sammála um grundvallarmál er varðar framtíð landsins og tengsl þess við umheimin. Hluti fréttarinnar hljómar svo.

Sjálfstæðisflokkur og VG samstiga gegn ESB

Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt fram sameiginlega bókun úr starfi Evrópunefndar. Þetta staðfestu nefndarmenn við Fréttablaðið í gær. Skýr afstaða gegn Evrópusambandsaðild kemur fram í bókuninni.

Svo mörg voru þau orð. Starf þessarar nefndar er leitt af helsta Bandaríkjavini landsins Birni Bjarnasyni sem segir meira en flest orð. Hann er persónugerfingur fortíðar hvað varðar utanríkismál og tengsl landsins við umheiminn. Hann hefur ekki farið dult með dekur sitt til vesturs og ætti því þessi niðurstaða ekki að koma á óvart. Björn Bjarnason verður seint ásakaður um víðsýni og framþróun.

Nú virðast þessir flokkar á ysta kanti íslenskra stjórnmála vera að ná saman um einangrun landsins til framtíðar. Það er alverlegt umhugsunarefni. Tæplega þrjátíu þjóðir í Evrópu hafa nú sameinast í ESB og fleiri vilja komast inn. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Noregur sækir um inngöngu þó svo staða þeirra sem vellauðugrar þjóðar sé allt önnur en okkar.

Það er því þessi staðreynd sem blasir við. VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um einangrun landsins til framtíðar þó svo ég trúi því að það sé á ólíkum forsendum. Sjálfstæðismenn af því pólitískt ofurvald flokksins á þjóðfélagið mundi rýrna en VG bara af því eru þröngsýnn og óraunsær sócalistaflokkur með torfkofavinkil á Íslenskt samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband