Sjálfstæðisflokkurinn að liðast í sundur.

 

http://www.visir.is/-eg-held-ad-flokkurinn-se-ekki-ad-graeda-mikid-fylgi-a-ad-vera-i-samstarfi-vid-framsoknarflokkinn-/article/2014704299953

 Margir sjálfstæðismenn vilja að það verði rætt opinskátt innan flokksins hvers vegna fylgi hans fer minnkandi og hvers vegna hópur flokksfélaga íhugar að yfirgefa flokkinn.

„Það er alvarlegt mál þegar það liggur á borðinu að það er hópur góðra sjálfstæðismanna sem er að ræða það að stofna nýjan flokk,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Hún segir að menn eigi ekki að vera feimnir við að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni.

„Ég harma að mál séu komin í þennan farveg. Ég hef alltaf talið okkur stóran og opinn flokk þar sem rúm er fyrir alla,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður.

( visir.is )

Þorsti Sjálfstæðisflokksins í völd eru að kljúfa hann upp í frumeindir.

Staða eins og þessi hefði verið óhugsandi í gamla daga og reyndar fram að hruni.

Sjálfstæðisflokkurinn er hagsmunabandalag en ekki stjórnmálaflokkur í þess orðs fyllstu meiningu.

Hagsmunagæsla og völd eru límið sem hélt þessum hægri flokki saman.

Það gekk meðan hagsmunagæslan og hagsmunirnir voru með einfaldara sniði en núna.

Framsóknarflokkurinn spilað upp á valdaþörf Sjálfstæðisflokksins og tókst fullkomlega að múlbinda formann flokksins við forpokaða, gamaldags hagsmunagæslu.

Sennilega gengur að halda þessari öldruð sýn í Framsóknarflokknum en hugsandi Sjálfstæðismenn eru ekki reiðubúnir að ganga í björg Framsóknar.

Þess vegna er flokkurinn að liðast í sundur undir veikri stjórn formanns og þingflokks sem hafa kvittað undir fornaldarstefnu Framsóknarflokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smá fróðleikur:

Hver skyldi hafa X-D í sveitarstjórnarkosningunum 1938 í Reykjavík?

Einhver telur Sjálfstæðisflokkinn hafa alltaf haft X-D.

En í þessum sveitarstjórnarkosningum voru það flokkur þjóðernissinna, íslensku nasistarnir X-D.

Ísland, blað þjóðernissina 1938, 5. árg., 1. tbl.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=388&lang=is

Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2014 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband