23.4.2014 | 14:51
Tækifærissinni eða bara gleyminn ?
http://www.visir.is/gudni-vildi-sameina-allt-innanlandsflug-i-keflavik/article/2014140429739
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag.
( visir.is )
Tækifærissinni eða minnisglöp ?
Þessi viðsnúningur er alveg í takt við Guðna, segir það sem hann heldur að virki best.
Tækifærissinni í Íslenskum stjórnmálum.
Nú er sveitamaðurinn og andstæðingur borganna orðinn borgarfulltrúaefni, þá er bara að skipta um ham og segja það sem hentar.
Óttalega hallærisleg uppákoma svo ekki sé meira sagt.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðni er hinn vaskasti maður og hefur vaxið ekki síður af hugsun sinni en verkum. Hann var í fremstu röð þeirra sem börðust gegn freklegum ágangi brezku ríkisstjórnarinnar (og þeirrar hollenzku) og Evrópusambandsins í Icesave-málinu, en á sama tíma voru "vinstri menn" eins og Jón Ingi á fullu við að verja þann löglausa ágang. Guðni átti hins vegar öflugar blaðagreinar í Mbl. og kannski víðar um þau mál.
Enginn vafi er á því, að einörð stefna Guðna nú með varðveizlu flugvallarins í Reykjavík mótast af rökheldustu niðurstöðum umræðu síðustu ára, hinna þar til færustu sérfræðinga um stöðu mála, möguleikana í stöðunni og mikilvægi flugvallarins á þessum stað bæði fyrir landsbyggðina og Reykvíkinga sjálfa (með 1100 störf tengd vellinum), auk þýðingar hans fyrir ferðaþjónustuna. Guðni hefur 73% Reykvíkinga með sér í þessari einörðu stefnu sinni með flugvellinum, á sama tíma og kratar og gnarristar vinna að því að eyðileggja Fluggarða fyrir sumarið og afleggja í reynd allt kennsluflug í landinu! -- þvert gegn vilja þjóðarinnar og borgarbúa.
En titringur er sannarlega víða í herbúðum krata í ýmsum flokkum vegna Guðna, enda ástæða til, því að líklegt framboð hans ógnar meirihlutaveldi þeirra í Reykjavík. Ég spáði því í gær, að með Guðna í öndvegi yrði fylgi Framsóknarflokksins í kosningunum í lok maí nær 12% heldur en þeim rúmu 2% sem flokkurinn hafði á seinni metrum Óskars Bergssonar sem oddvita listans.
Spurningin er ekki, hvort Guðni Ágústsson hefur kraft og getu og kjörfylgi til að ná inn í borgarstjórn, heldur hversu marga meðframbjóðendur hann tekur þangað inn með sér.
Jón Valur Jensson, 23.4.2014 kl. 21:11
En ætti ekki landbyggðarmaður eins og Jón Ingi Cæsarsson að rita hér gegn þeirri grófu stefnu samflokksmanna sinna í Reykjavík að vilja leggja niður Reykjavíkurflugvöll?! Varla eru Akureyringar ánægðir með þá stefnu borgarkratanna!
Jón Valur Jensson, 23.4.2014 kl. 21:14
"Tækifærissinni eða bara gleyminn"?
Hvort tveggja. Meðal skussi, síbrosandi brandara kall, með litla menntun og þröngan sjóndeildarhring. Gærdagsmaður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.