Tækifærissinni eða bara gleyminn ?

http://www.visir.is/gudni-vildi-sameina-allt-innanlandsflug-i-keflavik/article/2014140429739

 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag.

( visir.is )

Tækifærissinni eða minnisglöp ?

Þessi viðsnúningur er alveg í takt við Guðna, segir það sem hann heldur að virki best.

Tækifærissinni í Íslenskum stjórnmálum.

Nú er sveitamaðurinn og andstæðingur borganna orðinn borgarfulltrúaefni, þá er bara að skipta um ham og segja það sem hentar.

Óttalega hallærisleg uppákoma svo ekki sé meira sagt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðni er hinn vaskasti maður og hefur vaxið ekki síður af hugsun sinni en verkum. Hann var í fremstu röð þeirra sem börðust gegn freklegum ágangi brezku ríkisstjórnarinnar (og þeirrar hollenzku) og Evrópusambandsins í Icesave-málinu, en á sama tíma voru "vinstri menn" eins og Jón Ingi á fullu við að verja þann löglausa ágang. Guðni átti hins vegar öflugar blaðagreinar í Mbl. og kannski víðar um þau mál.

Enginn vafi er á því, að einörð stefna Guðna nú með varðveizlu flugvallarins í Reykjavík mótast af rökheldustu niðurstöðum umræðu síðustu ára, hinna þar til færustu sérfræðinga um stöðu mála, möguleikana í stöðunni og mikilvægi flugvallarins á þessum stað bæði fyrir landsbyggðina og Reykvíkinga sjálfa (með 1100 störf tengd vellinum), auk þýðingar hans fyrir ferðaþjónustuna. Guðni hefur 73% Reykvíkinga með sér í þessari einörðu stefnu sinni með flugvellinum, á sama tíma og kratar og gnarristar vinna að því að eyðileggja Fluggarða fyrir sumarið og afleggja í reynd allt kennsluflug í landinu! -- þvert gegn vilja þjóðarinnar og borgarbúa.

En titringur er sannarlega víða í herbúðum krata í ýmsum flokkum vegna Guðna, enda ástæða til, því að líklegt framboð hans ógnar meirihlutaveldi þeirra í Reykjavík. Ég spáði því í gær, að með Guðna í öndvegi yrði fylgi Framsóknarflokksins í kosningunum í lok maí nær 12% heldur en þeim rúmu 2% sem flokkurinn hafði á seinni metrum Óskars Bergssonar sem oddvita listans.

Spurningin er ekki, hvort Guðni Ágústsson hefur kraft og getu og kjörfylgi til að ná inn í borgarstjórn, heldur hversu marga meðframbjóðendur hann tekur þangað inn með sér.

Jón Valur Jensson, 23.4.2014 kl. 21:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ætti ekki landbyggðarmaður eins og Jón Ingi Cæsarsson að rita hér gegn þeirri grófu stefnu samflokksmanna sinna í Reykjavík að vilja leggja niður Reykjavíkurflugvöll?! Varla eru Akureyringar ánægðir með þá stefnu borgarkratanna!

Jón Valur Jensson, 23.4.2014 kl. 21:14

3 identicon

"Tækifærissinni eða bara gleyminn"?

Hvort tveggja. Meðal skussi, síbrosandi brandara kall, með litla menntun og þröngan sjóndeildarhring. Gærdagsmaður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband