Að grafa upp fortíðina. Lausn á tilvistarvanda ?


Sjálfstæðis og Framsóknarmenn eru í sérkennilegri tilvistarkreppu.

Báðir flokkarnir hafa tapað miklu fylgi, stefna þeirra er gamaldags og fátt er þar að finna sem gagnast til framtíðar.

Hvort sem litið er til gjaldmiðilsmála, utanríkismála eða stefnu í atvinnu og heilbrigðismálum. Allt er þetta gamla súra vínið sem fylgt hefur þessum flokkum í ómunatíð.

En hvernig bregðast svo þessir flokkar við þessari tilvistarkreppu og skorts á söluvænlegri vöru fyrir kjósendur ?

Sjálfstæðisflokkurinn á barmi klofnings þar sem frjálslyndir hægri menn og ESB sinnar boða nýjan flokk. Þar eru helst nefndir til leiks " gamlir " eftirlaunastjórnmálamenn sem eiga að mæta á ný og draga vagninn. Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður og Þorgerður Katrín fyrrum varaformaður eru þar efst á blaði að því er virðist.

Framsóknarmenn fara aðra leið en þó sambærilega. Þeir hreinlega sækja  " gamla " eftirlaunamenn úr stjórnmálum og spenna þá fyrir vagninn, því ekki eru  neinir yngri en sextugir að skora þar. Tveir gamlir ráðherrar úr samspillingarstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mæta til leiks í sveitastjórnarkosningum ef að líkum lætur.

Lykilmenn Framsóknar verða því " fyrrum " stjórnmálamenn á aldrinum 65-70 ára.

Segir það okkur ekki eitthvað um framtíðarsýn og hugsun íhaldsflokkanna þegar vonir þeirra eru bundnar við fólk sem hætt var í stjórnmálum og átti drjúgan þátt í að móta og skapa þær aðstæður sem ollu hruninu á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.visir.is/snidganga-log-og-reglur-til-ad-koma-gudna-i-odddvitasaetid/article/2014140429788

 Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni.

„Þetta er eitthvað framboð sem er framhjá í raun og veru öllum samþykktum flokksins og þetta er eitthvað sem hefur gerst á bak við tjöldin,“ segir Guðrún.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.4.2014 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband