Skulda mörgum háar fjárhæðir.

Ég lýsi vonbrigðum mínum með þetta, finnst lítið gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins,“ sagði Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis.

Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að sýslumanninum á Selfossi beri að framfylgja lögbannskröfu fjármálaráðuneytisins á gjaldtöku landeigenda við Geysissvæðið.

____________________

Þá er það ljóst, innheimta svokallaðra landeigenda er ólögleg.

Væntanlega skulda þeir mörgum háar fjárhæðir þegar allt er talið.

Það borgar sig seint að fara offari og hafa fjármuni af saklausum ferðamönnum.

Væntanlega reyna margir þeirra sem greiddu að sækja peninga sem af þeim voru teknir í þessari ólöglegu gjaldtöku.

Fróðlegt væri að fá að vita hvað þetta eru háar fjárhæðir.

Vonandi átta Mývetningar og nærsveitamenn sig á þessu í tíma að fara ekki af stað með sama hætti.

 


mbl.is „Við erum ekki hætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú á að lögsækja þessa menn, þar sem þeir hafa beinlínis stolið fjármunum af fjölda fólks !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 12:38

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Glæsileg niðurstaða , enda með ólíkindum að ætla að selja inn á séreign ríkisins ,(sem er jú það sem ferðamenn eru að koma til að skoða) án þess að taka sameiginlega ákvörðun með ríkinu um það. Landeigendur ættu auðveldlega að geta nýtt eitthvað af milljónunum sem þeir taka inn í okurverði á veitingunum sem þeir selja til ferðamannanna til þess að byggja upp svæðið sem þeir eru svo áfjáðir í að gera eins og þeir segja að minnsta kosti. Það sér það hver heilvita maður að ætla að taka 1- 3 milljónir á dag af ferðamönnunum að meðaltali og dulbúa það sem endurbótafjármagn til svæðisins, getur ekki átt við nein rök að styðjast. Algjörlega kristaltært að dollaramerkin ljóma í augum rukkaranna ja, nema landeigendur semdu þannig við ríkið að allt það fjármagn sem til félli ufram endurbóta og uppbyggingarkostnað rynni óskipt í ríkissjóð. Svo er það stóra spurningin, hvað með milljónirnar sem þeir eru nú þegar búniar að innheimta ólöglega, fá þeir ekki bara að halda þeim óáreittir eins og svo margir aðrir sem stela af fólki á saknæman hátt ?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.4.2014 kl. 13:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég geri ráð fyrir að þeir skili þessu, það er rétt og heiðarlegt.

 Vont að ekki mun nást í alla sem svindlað var á þannig að líklega þarf að láta eitthvað af þessu renna til líknarmála.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.4.2014 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband