Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisvæðing skulda.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar sé mjög sértæk aðgerð, en ekki almenn, eins og margir stjórnarliðar hafa haldið fram.

_________________ 

 Þetta er sannarlega rétt hjá Vilhjálmi, þeir eru nánast handvaldir,  sem eiga að fá eitthvað í þessu ferðalagi Framsóknarflokksins.

Þar með er þetta sértæk aðgerð en ekki almenn, stór hluti þeirra sem urðu fyrir svokölluðum forsendubresti fá ekki neitt en stjórnarflokkarnir hafa valið sér hóp sem á að leiðrétta eitthvað. Valinn hópur með verðtryggð fasteignalán, frekar þeir tekjuhærri og alls ekki þeir sem hafa fengið einhverjar úrbætur áður.

Það er mjög sértækt og undarlegt að reyna að halda því fram að þetta sé almenn aðgerð.

Sjálfstæðisþingmönnum, mörgum hverjum, líður afar illa með þetta eins og sjá má, enda er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins að ríkisvæða, hvorki skuldir né annað.

En þeir þurfa að kaupa sér völdin með eftirgjöf við Framsóknarflokkinn sem er í örvæntingu sinni að reyna að hreinsa upp eftir himinhá kosningaloforð með afar takmörkuðum árangri.

Þá liggur það væntanlega fyrir þar sem tveir af þremur Sjálfstæðismönnum í efnahags og viðskiptanefnd ætla ekki að styðja málið að þar er ekki meirihluti í nefndinni.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð Sjálfstæðismanna í heild sinni þegar málið kemur í þingsal. 


mbl.is „Þetta er sértæk aðgerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband