Galin ummæli forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að þrátt fyrir að niðurstöðúr nýútkominnar skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna séu afdráttarlausar felist tækifæri fyrir Íslendinga í afleiðingum loftslagsbreytinga. Í skýrslunni sem kom út í gær kemur fram að afleiðingar hnattrænnar hlýnunar verði gríðarlega alvarlegar fyrir alla jarðarbúa, en sérstaklega þá allra fátækustu, með uppskerubresti, erfiðara aðgengi að drykkjarvatni og aukinni tíðni flóða og óveðurs.

( dv.is )

 http://www.dv.is/frettir/2014/4/1/sigmundur-um-ahrif-loftslagsbreytinga-tvimaelalaust-mikil-taekifaeri-fyrir-island/

_______________

Forsætisráðherra kemur oft með furðulegar yfirlýsingar, yfirlýsingar sem lýsa takmarkaði hugsun og þröngsýni.

Það sem hann sagði í gær um tækifæri Íslands í neyð heimsins er hreinlega galið.

Satt að segja skammast maður sín fyrir þetta, sem Íslendingur.

Skammsýni og sjálfhverfni verða að eiga sér takmörk, sérstaklega ef menn trúa því að þar fari maður, sem á að taka mark á í krafti þess embættis sem hann gegnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hér sýnir SDG greinilega hve þröngsýnn, siðlaus og beinlínis heimskur hann er. Svona lagað lætur ekki neinn heilvitur maður frá sér fara. Ég skammast mín fyrir hönd hans.

Úrsúla Jünemann, 2.4.2014 kl. 14:18

2 identicon

Það er við hæfi Jón að þín besta heimild er DV. Afhverju vísar þú ekki í frumheimildina þ.e. viðtalið á RÚV? Í upphafi viðtalsins fór SDG ákveðnum orðum um það hversu alvarleg tíðindi þetta væri. Hann ræddi hinsvegar um í framhaldinu á þrátt fyrir allt fælust í þessu ákveðin tækifæri fyrir Ísland. Það er náttúrulega algjör skömm af því að þjóðarleiðtogi reyni að hugsa í lausnum fyrir þjóð sína. Ég veit að slík hugsun er þér framandi Jón. Það er að verða býsna aumunarvert hvernig áróðursherdeild Samfylkingar situr um forsætisráðherra til að snúa útúr öllum hans orðum. Er ykkur algjörlega ómögulegt að vera pínulítið málefnislegir í nálgunum ykkar.

Úrsúla SDG er hvorki þröngsýnn, siðlaus né heimskur. Það er hinsvegar heimska að móta skoðanir sínar á DV og Jóni Inga og skrif sem þessi eru afar þröngsýn og hvatornar sem að baki liggja eru siðlausar.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband