Stjórnarflokkarnir á villigötum.

http://evropublogg.is/?p=571

 42,3% þjóðarinnar telja líklegast að þau mundu kjósa með aðild Íslands að ESB ef þjóðaratkvæðagreiðsla væri um málið í dag.

56% Reykvíkinga telja líklegast að þeir mundu kjósa með aðild Íslands að ESB.

Hið sama á við um 48% íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur en aðeins 23% íbúa annarra sveitarfélaga.

Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Já Ísland dagana 5.-16. febrúar. Til eru sex samanburðarhæfar kannanir frá Capacent um málið frá nóvember 2012. Á því tímabili hafa stuðningsmenn aðildar aldrei mælst fleiri og andstæðingar aldrei færri en nú.

(Evrópublogg.) 

_____________________ 

Fylgi við inngöngu í ESB er að stóraukast.

Helsta ástæða þess að mínu mati er að stjórnarflokkunum er að takast að draga þessi mál í kastljós raunveruleikans.

Væntalegar aðgerðir þingflokka afturhaldsflokkanna er að afnema lýðræðið á Íslandi, svíkja kosningaloforð ( kannski ekkert nýtt ) og svíkja kjósendur sína um þau áhrif sem þeim var lofað..

Það vekur stórfurðu og reiði í þjóðfélaginu að sjá þingflokka afturhaldsins úr öllum tengslum við stöðu mála og þann raunveruleika sem blasir við.

Þessar staðreyndir hafa beint kastljósi umræðunnar að þeirri uggvænlegu staðreynd að þessir flokkar hafa ekkert upp á að bjóða nema færa klukkuna aftur um ártug og festa þjóðfélagið í klíkum og góðvinagreiðum sínum, eins og undanfarna áratugi. 

Maður svo sem skilur þetta með Framsóknarflokkinn sem er ekkert annað en hagsmunagæsluflokkur fyrir þröngar klíkur og sjónarmið. Undarlegra með Sjálfstæðisflokkinn sem þó hefur reynt að leika annað hlutverk á tyllidögum.

Það skyldi þó aldrei vera að furðuleg samþykkt þingflokka stjórnarflokkanna verði til þess að opna augu landsmanna fyrir þeirri ólyfjan sem verið er að blanda á stjórnarheimilunu.

Frost og afturhald... láglaunalandið Ísland í höftum og kyrrstöðu um áratugi, utan bandalaga og á bannlista þjóða sem aðhyllast frjálsa samkeppni og lýðræði.

Ekki undarlegt að forsetinn og félagar hans í Framsókn hafi mestan áhuga á að ræða við Pútín og félaga..

Munurinn á okkur og Úkraníu var að þar reis fólki upp þegar ráðamenn reyndu það sama.

Kannski tekst stjórnarflokkunum að koma af stað reiðibylgju á Íslandi, hver veit. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og niðurstaðan r þessum reiknikúnstum er sú að 67% mundi segja nei.

Þessi afneitun ykkar vinstrimanna er hætt að vera fyndin og komin út í að vera brjóstumkennanleg.

Af hverju heldur þú að fólk hafi ekki þust út á götur nú þegar? Hvar er uppreisnin?

Af hverju heldur þú að Samfylkingin hafi tapað síðustu kosningum svona eftirminnilega? Af hverju var Vg launað svona kyrfilega fyrir svik sín á stefnuskrá og lykilprinsippum? Af hverju heldurðu að þeir hafi sigrað sem höfðu einarðasta andstöðu við inngöngu Í ESB?

Leyfðu okkur að heyra einhverja rökfræðilega loftfimleika því til skýringar? Það verður örugglega grínatriði ársins.

Farðu nú og gerðu byltingu. Skottastu út í rokið með spjald og láttu nú í Þér heyra á ráðhústorginu. Það yrði þér verðug háðung.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband