Svik Sjálfstæðisflokksins.

 

gosi    Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum þjóðaratkvæði um áframhaldandi viðræður við ESB.

Það loforð hefur þingflokkurinn svikið, væntalega með einhverjum undantekningum.

Ég sagði í bloggi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn hornkerling í baðstofu Framsóknar, það er nú staðfest.

Þjónkun Bjarna við SDG og og afturhald Framsóknar er meira virði en frjálslyndi og framfarasinnuð hugsun.

Væntalega munu margir almennir Sjálfstæðismenn verða óhressir með hvert flokkurinn þeirra er kominn svo ekki sé talað um fulltrúa atvinnulífsins.

 

 

Samkvæmt könnunum vilja 75% landsmanna ljúka aðildarviðræðum og kjósa um niðurstöðuna í þjóðaratkvæði.

Það skiptir Bjarna Benediktsson engu máli og því eru svik flokksins við kjósendur sína orðin öllum ljós.


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ert þú að velta þér upp úr þessu? ekki sveik hann þig, það er deginum ljósara að þú kaust ekki hvorki Sjálstæðisflolkkinn né Framsóknarflokkinn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 16:41

2 identicon

Líklega tekur EU þessu fagnandi.

Nóg af bananaþjóðum í sambandinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 16:48

3 identicon

Í stjórnarsáttmálanum segir að ekki verði haldið áfram....nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þar sem ekki er verið að halda áfram....þá hefur enginn svikið neinn, allra síst þig. Og það besta er eftir....nú er hægt að leggja Samfylkinguna niður, nú er hún málefnalaus :)

G.Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 16:55

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

verðum bara að vona að fólk gleymi þessu ekki fyrir næstu kostningar - sækjum um aftur þá vonandi

Rafn Guðmundsson, 21.2.2014 kl. 17:02

5 identicon

Bull í þér kona (16:55). Þjóðinni var sagt að hún fengi að ráða, með þjóðaratkvæði, hvort haldið yrði áfram eða ekki.

Annars hefði Íhaldið geta sagt; ef við fáum að ráða verður ekkert þjóðaratkvæði, því við viljum ekkert áframhald á aðildarviðræðum. Það hefði verið heiðarlegt og skýrt "statement". En innbyggjarar verða fljótir að gleyma þessu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 17:14

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Landssölumenn í mörgum flokkum tala um svik við stefnu Sjalfstæðisflokksins. Þeir ættu að skoða eftirfarandi því þá verður þeim ljóst að Sjálfstæðisfokkurinn er trúr þeiri breiðfylkingu nærri 1.600 manna sem kemur saman annað hvert ár og markar stefnunaéins og þeim er skylt :

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Þar er stefna flokksins um aðild að Evrópusambandinu áréttuð á svipaðan hátt og hún hefur verið um áratuga skeið á síðasta landsfundi og þar er einig sérstaklega fjallað um þjóðaratkvæði :

„Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 17:15

7 Smámynd: Hvumpinn

Heimsksýn er að sýna sitt rétta andlit.  Það verða margir fyrrverandi kjósendur Sjálfstæðisflokksins hér eftir.

Hvumpinn, 21.2.2014 kl. 17:26

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ertu viss Kristján ?

Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2014 kl. 17:34

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað gerir þjóð sem höfð er að fífli af spilltri sérhagsmunagæslu ? Sérhagsmunagæslu sem hikar ekki við að ljúga og svíkja til þess að koma sínum spilltu áformum á koppinn ?

Mætir á Austurvöll eða hengir haus ?

hilmar jónsson, 21.2.2014 kl. 17:36

10 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum þjóðaratkvæði um áframhaldandi viðræður við ESB."

Rétt, og nú verður þessum viðræðum slitið, og því verður ekki um neinar áframhaldandi viðræður við ESB.

Ætli menn að halda áfram með þessar viðræður einhvern tíma seinna, þá verður þjóðin spurð.

Þú hafðir rétt fyrir þér, bara ekki á þann hátt sem þú hélst.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 17:48

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hilmar.

Lestu stefnu Sjálfsstæðisflokksins þar um sem eru í fyrsta innlegginu mínu hér að ofan og þá kemstu að raun um að Sjálfstæðisflokkurinn er trúr stefnunni.

Finnir þú kosningaloforð sem gengur á svig við stefnu flokksins þá ræður stefnan á landsfundinum því hann hefur æaðsta vald í stefnumálum og markar hana hhverju sinni.

Þessi stefna um að standa utan við Evrópusambandið er búin að vera í stefnu Sjálfstæðisflokksins í sennilega að minnsta kosti 37 undanfarin ár og sennilega mun lengur.

Þetta með þjóðaratkvæðið er í stefnunni og verður staðið við. Það verður ekki farið í aðildarviðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu - við það verður staðið á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 17:53

12 identicon

Sæll Predikari. Það sem ég er að benda á, er í fyrstu línu blogghöfunds.

"Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum þjóðaratkvæði um áframhaldandi viðræður við ESB."

Nú verður þessum viðræðum slitið, og það verður ekkert framhald á þeim. Því hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki svikið neitt.

EF það verður ákveðið seinna, að halda áfram viðræðum, þá verður það ekki gert nema að spyrja þjóðina.

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að spyrja þjóðina um áframhaldandi viðræður.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 18:21

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já Hilmar.

Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í aðlögunarviðræður né sækir hann um aðild að Evrópusambandinu nema að halda um það þjóðaratkvæði fyrst.

Taktu eftir því að flugfreyjan og jarðfræðineminn voru nú ekki með meiri lýðræðisást en svo að þegar dr. Össur Skarphéðinsson var sendur út af örkinni með umsókn um aðild, taktu eftir það var sótt um aðild að Evrópusambandinu ekki samningaviðræður enda standa þær engu ríki til boða, að þau spurðu þjóðina ekki um þá stóru fullveldisafsalsumksókn, sennilega vegna þess að þau vissu að þjóðin var á móti aðildarumsókn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 18:38

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

SDG getur hrósað happi hvernig hann flækir sjálfstæðislausan Sjálfstæðisflokk í blekkingarvef sinn. Hvað verður næst á dagskrá? Hugsanlegt svar: Að afnema kosningar og innleiða einræði?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2014 kl. 18:55

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðjón Sigþór !

Hefur þú ekki lesið skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli til nærri 40 ára um þetta. Framsókn hefur hins vegar verið af og á í málinu um tíðina.

Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í aðlögunarviðræður né sækir hann um aðild að Evrópusambandinu nema að halda um það þjóðaratkvæði fyrst.

Taktu eftir því að flugfreyjan og jarðfræðineminn voru nú ekki með meiri lýðræðisást en svo að þegar dr. Össur Skarphéðinsson var sendur út af örkinni með umsókn um aðild, taktu eftir það var sótt um aðild að Evrópusambandinu ekki samningaviðræður enda standa þær engu ríki til boða, að þau spurðu þjóðina ekki um þá stóru fullveldisafsalsumksókn, sennilega vegna þess að þau vissu að þjóðin var á móti aðildarumsókn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 18:59

16 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það er laukrétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið (stóran) hluta af sínum kjósendum enda kyrfilega staðfest í stefnuskrá flokksins (2013) að "Þjóðin taki ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu"

Nú liggur bert fyrir að stefnuskrá flokksins er ekkert annað en "falsaður pappír".

Jón Kristján Þorvarðarson, 21.2.2014 kl. 19:04

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Kristján !

Þetta er alrang hjá þér eins og mörgumm öðrum

Hefur þú ekki lesið skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli til nærri 40 ára um þetta. Framsókn hefur hins vegar verið af og á í málinu um tíðina.

Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í aðlögunarviðræður né sækir hann um aðild að Evrópusambandinu nema að halda um það þjóðaratkvæði fyrst.

Taktu eftir því að flugfreyjan og jarðfræðineminn voru nú ekki með meiri lýðræðisást en svo að þegar dr. Össur Skarphéðinsson var sendur út af örkinni með umsókn um aðild, taktu eftir það var sótt um aðild að Evrópusambandinu ekki samningaviðræður enda standa þær engu ríki til boða, að þau spurðu þjóðina ekki um þá stóru fullveldisafsalsumksókn, sennilega vegna þess að þau vissu að þjóðin var á móti aðildarumsókn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 19:08

18 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í aðlögunarviðræður við ESB nema að halda um það þjóðaratkvæði og þjóðin samþykki það. Okay. 

 

Síðan kemur í ljós að þetta þjóðaratkvæði er algjörlega háð afstöðu Flokksins til málsins. Flokkurinn fyrst, síðan þjóðin.

 

Finnst ykkur innbyggjurum þetta í lagi? Nú, ef svo er eigið þið ekkert betra skilið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 19:45

19 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Pedikarinn - Jú, ég (eins og margir aðrir) las stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú upplýst að henn geymir marga ása upp í erminni!

Jón Kristján Þorvarðarson, 21.2.2014 kl. 20:10

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þingsályktunin sem búið er að dreifa á Alþingi er einmit algerlega uppfylling á stefnu Sjálfstæðisflokksins, sennilega Framsóknarflokksins einnig :

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt ályktar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki.”

Þannig að þessi stefna flokkanna sem allir hafa fengið að vita um á heimasíðum þeirra gefur verið fylgt í þessu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 20:22

21 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

....og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins var falsaður pappír!

Jón Kristján Þorvarðarson, 21.2.2014 kl. 22:01

22 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2014 kl. 22:05

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Stefnuskrá er samin á tveggja ára fresti af æðstu stofnun Sjálfstæðisflokksins sem er landsfundur hans og hefur stefnan í málefnum Efnahagsbandalags Evrópu/Evrópusambandsins verið nokkurn veginn eins í nærri 40 ár og það kemur ykkur á óvart núna ! Þessi stefna hefur verið kynnt á tveggja ára fresti eftir landsfundi í fjölmiðlum og á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins frá því húnm kom til sögunnar.

ÞAð stendur eftir að aðlögunarviðræðum verður ekki haldið fram eða sótt um aðild að Evrópusambandinu nema þjóðin verði spurð um það hvort hún vill það. Skýrara er ekki hægt að komast að orði. Kosningaloforðið efnt sem og landsfundarstefnan.

Allt svona tal er auðvitað bara ólundarútúrsnúningur fullveldisafsalsmanna án þjóðaratkvæðis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 22:09

24 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reiðin sem skynja má í þjóðfélaginu í garð þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir okkur að nú hafa þeir stigið illilega á tærnar á réttlætiskennd þjóðarinnar... þetta gætu orðið dýrkeypt mistök fyrir flokkinn þegar upp verður staðið.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2014 kl. 22:11

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Undarlegt að það skuli koma fólki í Samfylkingunni á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa svikið þau.

En þau þurfa þá allavega ekki að ganga úr flokknum sem sveik þau, þetta er kannski af hagkvæmnisástæðum?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 22:29

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Ingi !

Hvað finnst þér um svik flugfreyjunnar og jarðfræðinemans að þkóðin fékk ekki að kjósa um þetta fullveldisafsal sem innganga í Evrópusambandsins er ?

Þau skötuhjú ásamt flokkum sínum gáfu þjóðinni fingurinn á báðum höndum, ulluðu og ráku við á hana í leiðinni.

Hvað svo um skjaldborgna sem var lofuð ? Jú þau reistu hana um vini sína innan banka- og fjármálageirans og breyttu meira að segja lögum þannig að Hæstiréttur gæti ekki gætt réttar litla mannsins fyrir þessum kóngum auranna !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 22:34

27 identicon

Vigdís Hauksdóttir er höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".

Það er mjög líklegt að áframhaldandi viðræður hefðu hlotið samþykki og verið "slegið í gadda" eins og sá sem mest var á móti þjóðaratkvæðagreiðslu 2010.

Líkar þetta · · Deila · Fyrir 24 mínútum · Breytt ·

10 aðilar kunna að meta þetta.

r nei:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

Fyrir 22 mínútum · Líkar þetta · 9

sæmundur (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband