Sjálfstæðisflokkurinn, hornkerling Framsóknar ?

 

Síðustu daga hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra ásamt utanríkisráðherra Framsóknar, kaupfélagsmanninum úr Skagafirði, átt sviðið.

Stundum á umhverfisráðherra spretti en aðrir þingmenn flokksins virðast horfnir.

Ekki það nú svo að sviðstaka Framsóknar hafa einkennst af mikilli reisn, miklu heldur sýnt forpokuð viðhorf og skort á framtíðarsýn.

Framsóknarflokknum hefur ekki tekist að verða að nútímalegum stjórnmálaflokki heldur er eins og flestir flokkar voru á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar hallur undir miðstýringu og skort á lýðræði.

Á eftir dragnast síðan Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans.

Helsta verkefni Bjarna Benediktssonar formanns er að svara fyrir ýmskonar yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins og annarra ráðherra þess flokks.

Svolítið pínlegt hlutverk formanns Sjálfstæðisflokksins sem venjulegast hefur haft tögl og hagldir í ríkisstjórnarsamstarfi þessara flokka á fyrri tíð.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera sterkur, frjálslyndur og skapandi flokkur með sterk tengsl við atvinnulíf og verkalýðshreyfingu.

Það hlutverk hans er algjörlega horfið og helsta verkefni hans er að vera hornkerling Framsóknar og verja forstokkaðar hugmyndir þess flokks um nútíma samfélag.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega gengið í björg einangrunar og haftastefnu Framsóknarflokksins og er ekki áhrifavaldur eða gerandi í stjórnmálum á Íslandi.

Hlutverk hans er hlutverk hornkerlingar í baðstofu Framsóknar.

Væntalega líkar stuðningmönnum Sjálfstæðisflokksins illa að horfa upp á niðurlægingu þessa fyrrum stórveldis í íslenskum stjórnmálum.

Hvað ætli það endist síðan að formaður Sjálfstæðisflokksins fái að spila þetta hlutverk ? 

Flokksmenn hljóta að ókyrrast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú átt væntanlega við Jón, að Framsókn sé að drepa ESB njálginn í íhaldinu.Það er von að þig klæji.Að sjálfsögðu verður líka gengið af ESB njálgnum í krötunum dauðum.En eins og Samfylkingin lítur út núna þá mun ESB njálgurinn ganga af Samfylkingunni dauðri án þess að Framsókn þurfi þar neitt að koma nærri.En draumur kratanna um að vera kvíga,hækja íhaldsins gengur sífellt aftur.En nú er staðan sú að íhaldið getur ekki notast við kratana.Til þess er íhaldið sjálft orðið of lítið.En kanski tekst Framsókn að laga það til svo það eigi sér lífsvon.Áfram xb-xd.

Sigurgeir Jónsson, 20.2.2014 kl. 17:11

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt. Sjallarnir eru eins og hornkerling þarna hjá maddömunni. Að vísu bera að hafa í huga að sárlítill sem enginn munur er á ákveðnum hluta sjallaflokks og framsóknarflokks.

Það sem horfir á í forundran er hvernig frjálslyndari gluti sjallaflokks sættir sig, hnípinn og aumingjalegur, að vera settur sem hver önnur hornkerling við búrborð maddömunar.

Akveg rosalega niðurlægjandi fyrir sjallaflokk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 17:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Það sem maður horfir á í forundran er hvernig frjálslyndari hluti sjallaflokks sættir sig, hnípinn og aumingjalegur, að vera settur sem hver önnur hornkerling við búrborð maddömunar."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband