Ríkisstjórnarflokkarnir tala niður okkar helstu viðskiptaþjóðir.

Spurði hann hvort einhverjum dytti í hug að Íslendingar samþykktu að ganga í Evrópusambandið ef það þýddi afsal á forræðinu yfir fiskimiðunum við landið og öðru sem tengdist sjávarútvegi. „Við hvað eru menn hræddir ef menn trúa því virkilega sem menn eru að segja hér, að við munum engar svona lausnir fá. Það sé bara einhver misskilningur. Er þá ekki bara ágætt að fá það endanlega á hreint og þar með er málið afgreitt? Þá hætta menn að tala um það að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.“

____________

Umræða stjórnarþingmanna og ráðherra er komin á afar sérkennilegt stig.

Nálgun þeirra er að tala niður ESB og allt sem þar er að gerast.

Öfgarnar eru orðnar svo sláandi að nálgast hysteríu og fantatík.

En hvað eru ESB andstæðingar að gera í reynd.

Þeir eru að tala niður okkar helstu viðskiptaþjóðir og kalla þær öllum illum nöfnum.

Þeir tala niður áherslur þeirra og samvinnu og hafa gert sitt besta til að búa til skrímsli úr Evrópusambandinu.

Á meðan dekra þeir við sambönd við Rússland og Kína.

ESB er bandalag fullvalda ríkja þar sem lýðræði og nútíma hugsun er í hávegum höfð.

Það er álit þessara manna að Ísland eigi ekki samleið með slíkum ríkjum.

Að tala af lítilsvirðingu og rakka niður þessar þjóðir er argasti dónaskapur og orðræðan nálgast það stig að kallast heimskuleg.

Þar er hinn lítt upplýsti utanríkisráðherra framarlega í flokki og utan í hann flaðrar formaður Sjálfstæðisflokksins sem á góðum stundum telur sig helsta málsvara frjálslyndis á Íslandi.

Og hvaða þjóðir eru það sem fá slíka umræðu hjá stjórnarherrunum ?

 

http://is.

Efnahagsbandalag Evrópu (EBE)1958: Frakkland, Vestur-Þýskaland,
Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg
 1973: Bretland, Írland og Danmörk
 1981: Grikkland
 1986: Spánn og Portúgal
Evrópubandalagið (EB)1995: Austurríki, Finnland og Svíþjóð
 2004: Eistland, Kýpur, Lettland,
Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía,
Slóvanía, Tékkland og Ungverjaland
 2007: Búlgaría og Rúmenía
Evrópusambandið (ESB)2013: Króatía

 

 

Þann 1. júlí 2013 varð Króatía 28. aðildarríki ESB en þann 22. janúar 2012 samþykktu Króatar aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

 

Þá hafa fjögur ríki formlega fengið stöðu umsóknarríkis (e. candidate status): Ísland, Makedónía, Svartfjallaland og Tyrkland.

Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Serbía hafa stöðu mögulegs umsóknarríkis (e. potential candidate status). wikipedia.org/wiki/Evr%C3%B3pusambandi%C3%B0

______________

Hér bera að líta öll helstu lýðræðisríki heims saman komin í bandalagi auk nokkurra sem vilja inn.

Þetta eru ríkin sem íslenskir stjórnarþingmenn og ráðherrar tala niður daginn út og inn.

 

 

 

 


mbl.is „Við hvað eru menn hræddir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það verður seint svo að ein rangindi verði leiðrétt með öðrum.

Auðvitað væri réttast að klára viðræðurnar og kynna svo málið hlutlaust í stað þess að velkjast um með þetta mál næstu áratugina.

Alveg er þó ljóst að undanþágur verða fáar frá þeim reglum sem þegar hafa verið innleiddar en ræða má undanþágur á því sem ekki hefur verið tekið upp eða fordæmi sett fyrir. Undanþágur sem veittar hafa verið eru í megindráttum opnin á erlendar fjárfestingar í landareignum (m.a. danir) og svo hinsvegar undanþágur haðbýlla ríkja til byggðamála bænda.

Algjörlega er ljóst að niðurgreiðsla til markaðar, eins og hér er nú, er með öllu bönnuð.

Margir ræða um að lán lækki við inngöngu að það er ekki allskostar rétt. Stöðugleiki skapast vissulega en "ástandið" skánar ekki fyrr en að uppfylltum Maastricht-skilyrðunum. M.v. skuldastöðu Íslands og það að við erum rétt að sjá fyrir endann á því að stækka ekki lengur skuldabaggann frá ári til árs (og byrja að greiða lánin niður en ekki endurfjármagna) er ljóst að við munum ekki standast Maastricht næstu áratugina nema með einhverjum verulega drastískum breytingum.

Þeim sem halda að þetta sé kjaftæði skal bent á að AGS lánin voru tekin með 3,15% vöxtum en endurfjármagnanir þeirra hafa verið í kringum 5,75-6%. Skuldir ríkissjóðs stórjukust þessa vegna á síðasta kjörtímabili úr tæpum 1370ma í rúma 1900 eða um tæpar 400 milljónir á dag 2009-2013. Núna eftir mánuð þarf að endurfjármagna síðasta hlutann, um 200ma sem þýðir að m.v. að eitthvað betri vextir fáist nú að þá hækki bara vaxtakostnaðurinn um 4ma á ári. Sem betur fer er þó nýbúið að minnka gjaldeyrisvaraforðann enda var þessi upphæð á fjárlögum 2013 heilir 320ma.

Óskar Guðmundsson, 20.2.2014 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband