Ný könnun: 67,5% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

 

 Könnun, sem Maskína gerði fyrir Já Ísland, sýnir að 67,5% svarenda vilja  að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 32,5% vilja ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.

_______________ 

Varla fara hinir lýðræðilega sinnuðu stjórnarflokkar að hunsa slíka niðurstöðu.

Þetta er niðurstaða sem hefur legið fyrir lengi þannig að þetta ætti ekki að fara framhjá stjórnarflokkunum, ekki einu sinni Framsókn og utanríkisráðherranum.

 http://evropublogg.is/?p=373

ps... Mbl.is hefur enn ekki birt frétt þessa efnis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei heyrt um þessa "Maskínu". Er það eitthvað sem Já Ísland hefur sett á laggirnar og stjórnar?

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 00:35

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegt

Rafn Guðmundsson, 31.1.2014 kl. 00:41

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt það eða átt að vita það, Jón Ingi, að á bak við þessa spurningu í könnuninni er ein svikamaskína 365 fjölmiðla, Rúvara og annarra ESB-meðvirkra sem hafa látið eins og verið sé að "semja" um eitthvað! Þannig talaði t.d. Árni Páll í Útvarpi Sögu á þessum nýliðna fimmtudegi 30. jan., þrátt fyrir, að það eina, sem samizt hefur um á 4 árum, eru fimm fremur ómerkileg atriði, svo ómerkileg, að það er jafnvel erfitt að muna hver þau eru, en eru lítt merkar undanþágur sem flestar munu jafnvel falla burt, verða bara tímabundnar. Allar hinar viðræðurnar hafa bara gengið út á að tryggja, að ísl. löggjöf og stjórnkerfismál standi ekki í vegi inntöku í ESB.

En þetta er líka nákvæmlega "eftir bókinni" hjá Brusselmönnum, því að þeir hafa lýst því yfir formlega* (framkvæmdastjórn ESB, þ.e. kommissararáðið) 27.7. 2011, að inntökuviðræður við umsóknarlönd (accession negotiations) fjalli um skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur í ESB, en hugtakið "viðræður" (negotiations) geti beinlínis verið "misvísandi", því að það regluverk ESB (um 100.000 blaðsíður), sem viðræðurnar snúist um að umsóknarríkið tileinki sér, sé "ekki umsemjanlegt" (not negotiable), eins og framkvæmdastjórnin tekur fram í yfirlýsingunni. Lagaverkið þarf m.ö.o. að gleypa eins og það kemur fyrir af kúnni. En það er ekki verið að vinda ofan af misskilningi margra hér á landi í þessu efni, þegar skoðanakannanir ESB-sinna eru framkvæmdar, og því r niðurstaðan svona vitlaus. Ástæðan? Jú, sú, að áróðurinn virkar, og menn halda að það sé verið að "semja" um það sem er í reynd óumsemjanlegt, en þar á meðal er t.d. frelsið til fiskveiða í hverju ESB-strandríki upp að 12 mílum og athafnafrelsi í þeim til atvinnurekstrar, þ.m.t. útgerðar, með vægum takmörkunum sem hafa lítið varnargildi fyrir strandríki eins og Ísland, sem þar að auki yrði þarna langsmæst allra og með 0,06% atkvæðavægi í hinum volduga ráðherraráði ESB. Og svo yrði ekki bara æðsta löggjafarvaldið, heldur líka æðsta fiskveiðistjórnunin í Brussel !

Ef það er alvöru íslenzk taug í þér, nafni, og ferð að fatta þetta, þá spái ég umpólun þinni, og gangi þér vel með það.

* Sbr. einnig HÉR!, um blekkingar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu.

Jón Valur Jensson, 31.1.2014 kl. 01:03

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta ekki eitt enn Icesave svikamyllu rausið úr fortíðinni hjá JVJ? Nú talar enginn um Icesave lengur enda málið dautt. Ótrúlegar æsingar voru uppi og margt sagt sem betur hefði verið ósagt.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2014 kl. 08:19

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ættir nú kannski Jón að velta því fyrir þér hvers vegna var ekki kosið um aðild að ESB árið 2011 en það var jú ártalið sem fylgendur aðildar á alþingi árið 2009 töldu raunhæft að miða aðildarkosningar við því nánast væri um formsatriði að ljúka aðildarviðræðum.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2014 kl. 22:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Magnús!

En Icesave-greiðslusamningasinninn Guðjón Sigþór Jensson enn við sama heygarðshornið.

Jón Valur Jensson, 1.2.2014 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband